Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður miðvikudaginn 16.mars kl 20:00 í Vallarhúsinu við Varmá. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra 2. Kosning fundarritara 3. Skýrsla stjórnar lögð fram 4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram 5. Umræður um skýrslu stjórnar 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga 7. Kosning formanns 8. Kosning tveggja stjórnarmanna 9. Kosning í meistaraflokksráð 10. Kosning í barna- og unglingaráð 11. …
Þóra María í U16 ára landslið kvenna.
Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson hafa valið í æfingahóp U16 ára landsliðs kvenna sem mun æfa helgina 18. – 20. mars. Fyrsta æfing hópsins er föstudaginn 18. mars kl.20.00 í Kórnum. Óskum Þóru Maríu innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Rakel Dóra valin í æfingarhóp U18 ára landsliðs kvenna
Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfarar U18 ára landsliðs kvenna hafa valið tvo æfingarhópa til að koma saman á æfingum dagana 14 – 20 mars. Okkar stelpa Rakel Dóra Sigurðardóttir er í þeim hópi Óskum Rakel innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Naumt tap á móti CocaCola bikarmeisturum Stjörnunnar.
Ljósmyndari deildarinnar var á staðnum og tók þessar skemmtilegu myndir.
Lögðu ÍR á útivelli
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna gerðu sér lítið fyrir og sóttu tvö stig er þær spiluðu við ÍR stelpurnar í Austurbergi í gær. Lokatölur voru 23 – 27 eftir að staðan var 9 -10 í hálfleik. Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 10, Telma Rut Frímansdóttir 6, Dagný Birgisdóttir 5, Þóra Sigurjónsdóttir 2, Magnea Svansdóttir 2, Alda Egilsdóttir 1, Ingibjörg Jóhannsesdóttir 1. …
Þrír í U14 ára landsliðshóp karla
Valin var 35 manna æfingarhópur í U14 ára landsliði karla. Okkar drengir Brynjar Vignir Sigurjónsson, Róbert Þorkelsson og Eyþór Wöhler voru valdir í þennan hóp og standa æfingar yfir núna þessa helgi. Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Stelpurnar okkar mæta Haukum í DAG kl 13:30
Stelpurnar okkar mæta haukastúlkum í dag kl 13:30. Hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar ungu og efnilegu stelpur áfram ásamt nokkrum eldri nöglum. Hlökkum til að sjá þig í stúkunni……….. ÁFRAM AFTURELDING !!!!!!!
Dagný Huld í lokahóp U20 ára landslið kvenna!
Einar Jónsson hefur valið 19 stelpur í lokahóp U 20 ára landslið kvenna. Dagný Huld okkar frábæri hornamaður er í þeim hóp og spilar hún ásamt stelpunum í undankeppni fyrir HM 2015 18 – 20 mars næstkomandi. Stelpurnar spila við lið Ungverjalands, Austuríkis og Hvíta Rússlands sem koma hingað til lands og keppa um eitt laust sæti á HM næsta …
Íþróttamaður og íþróttakona handknattleiksdeildar 2015
Eru þau Pétur Júníusson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir
Innilega til hamingju.