Æfingar hjá Afrekshóp HSÍ.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Á dögunum var valin afrekshópur HSÍ og erum við stolt að segja frá því að við eigum sex fulltrúa í þeim hóp. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Ágúst Birgisson, Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gunnar Malmquist og Pétur Júníusson. Strákarnir mættu á fyrstu æfingu í gær en hópurinn mun æfa reglulega í vetur

Innilega til hamingju strákar..

Sif Elíasdóttir valin í U18 ára landslið kvenna.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Valin var í dag æfingahópur U 18 ára landsliðs kvenna. Fyrsta æfing er miðvikudaginn 7. október kl 18.00-19.30 í Fylkishöllinni. Sif Elíasdóttir leikmaður 3 flokks kvenna er okkar fulltrúi. Við erum mjög stolt af henni og óskum henni góðs gengis á æfingum. Innilega til hamingju Sif

Leikjatvenna á laugardaginn næsta !!

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Það verður nóg að gera hjá meistaraflokkunum okkar á laugardaginn næsta. Stelpurnar taka á móti Fjölni kl 14:00 og strákarnir taka á móti ÍBV kl 16:00

Ekki láta þessa tvennu fram hjá þér fara…

Áfram Afturelding !!!

sex úr meistaraflokki karla í afrekshóp HSÍ

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Þetta eru þeir Ágúst Birgisson, Árni Bragi Eyjólfsson, Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gunnar Malmquist og Pétur júníusson.
Innilega til hamingju strákar

Skráning í handboltann hafin.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Nú er boltinn farinn að rúlla aftur hjá yngri flokkunum.  Allar upplýsingar hafa verið settar inn á vefinn en er þó birt með fyrirvara um breytingar í upphafi tímabilsins. Tímataflan er hér ásamt lýsingu á hópum: https://afturelding.is/fileadmin/user_upload/Handbolti/AEfingatimar_2015_-_2016.pdf Æfingagjöld hér: https://afturelding.is/handbolti/aefingagjoeld.html Skráning fer fram þessa viku og þurfa allir að vera búnir að skrá sig fyrir 7.september. Skráning fer fram eins …

Innilega til hamingju Birkir með brons á HM

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Birkir Benediktsson og strákarnir í U 19 ára landsliði karla unnu  brons á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fór fram í Rússlandi núna í Ágúst. Ekki á hverjum degi sem Afturelding eignast bronsverðlaunahafa á heimsmeistaramóti og erum við virkilega stolt. Innilega til hamingju Birkir !! Hérna má sjá frétt á facebook handknattleiksdeildar. https://www.facebook.com/507644679258833/photos/a.507650379258263.110509.507644679258833/990161837673779/?type=1&theater

Þóra María VikingCup meistari 2015

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Okkar ungi og efnilegi miðjumaður Þóra María Sigurjónsdóttir spilaði um helgina með U15 ára landsliði Íslands er þær kepptu um VikingCup bikarinn.  Spilað var við Skotland og England og unnu stelpurnar alla leikina með yfirburðum.   Óskum Þóru okkar og stelpunum öllum innilega til hamingju með bikarinn.