Olís styrkir strákana okkar í úrslitakeppninni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Allir á völlinn
Mánudaginn 11 maí klukkan 19:30 fer fram þriðji leikur Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, á heimavelli Aftureldingar.
Af því tilefni renna 5 kr. af hverjum seldum lítra á Olís
Langatanga til liðsins.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja Aftureldingu til sigurs!

Björgvin Franz valin í U 15 ára landslið karla.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Okkar flotti markvörður Björgvin Franz Björgvinsson hefur verið valin í æfingarhóp U 15 ára landslið karla sem spilar vináttulandsleiki gegn Færeyjum aðra helgi.

Handknatleiksdeild Aftureldingar óskar Björgvini innilega til hamingju sem og góðs gengis.

AFTURELDING – Haukar mið. 6 maí kl 19:30

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Það er fyrst núna sem menn eru að komast á jörðina eftir einn magnaðasta leik sem við höfum séð í langan tíma og nú er loksins komið að því sem við höfum beðið eftir, fyrsta leik úrslitaeinvígisins um ÍSLANDSMEISTARA TITILINN !!! Það hefur verið frábær stemming hingað til en nú þurfum við að halda því og bæta í, því það …

Forsala miða á leik Afturelding – ÍR sun 26.apríl

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Forsalan byrjar kl 10:00 laugardaginn 25. apríl og stendur fram að leik. Miðarnir eru seldir í afgreiðslunni að Varmá.
Búið er að bæta við pöllum fyrir 300 manns aukalega en viljum hvetja þá sem vilja ná sæti að mæta tímanlega því hluti af stúkunni verður standandi.

Hvíti riddarinn mun grilla hamborgara á meðan leik stendur.