Foreldrafundur yngri flokka handboltans verður mánudaginn 26.október kl 20.00 í sal Lágafelllsskóla. Dr. Viðar Halldórsson heldur fyrirlestur um hvernig styðja foreldrar best við íþróttaiðkun barna sinna og Rúna Björg Sigurðardóttir styrktarþjálfari deildarinnar talar um svefn og næringu. Hlökkum til að sjá sem flesta Stjórn Barna og Unglingaráðs
Velkomin á handboltaæfingu í vetrarfríinu !
Vikuna 19 – 23 langar okkur að bjóða þér að koma á handboltaæfingu. Æfingataflan er hér Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við þjálfara okkar eða með tölvupósti á handbolti@afturelding.is Hlökkum til að sjá ykkur Áfram Afturelding !!
Leikur mfl karla í Vodafonehöllinni í kvöld kl 19:30
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla halda í Vodafonehöllina í kvöld kl 19:30 og spila við Val.
Hvetjum alla til að mæta og hvetja strákana okkar áfram
Áfram Afturelding !!
Æfingar hjá Afrekshóp HSÍ.
Á dögunum var valin afrekshópur HSÍ og erum við stolt að segja frá því að við eigum sex fulltrúa í þeim hóp. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Ágúst Birgisson, Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gunnar Malmquist og Pétur Júníusson. Strákarnir mættu á fyrstu æfingu í gær en hópurinn mun æfa reglulega í vetur
Innilega til hamingju strákar..
Sif Elíasdóttir valin í U18 ára landslið kvenna.
Valin var í dag æfingahópur U 18 ára landsliðs kvenna. Fyrsta æfing er miðvikudaginn 7. október kl 18.00-19.30 í Fylkishöllinni. Sif Elíasdóttir leikmaður 3 flokks kvenna er okkar fulltrúi. Við erum mjög stolt af henni og óskum henni góðs gengis á æfingum. Innilega til hamingju Sif
Leikjatvenna á laugardaginn næsta !!
Það verður nóg að gera hjá meistaraflokkunum okkar á laugardaginn næsta. Stelpurnar taka á móti Fjölni kl 14:00 og strákarnir taka á móti ÍBV kl 16:00
Ekki láta þessa tvennu fram hjá þér fara…
Áfram Afturelding !!!
Liðadagar í Intersport hefjast í dag!
Allt fyrir handboltann er á afslætti frá 24 – 28 september.
Vonandi geta sem flestir nýtt sér þetta.
Áfram Afturelding.
sex úr meistaraflokki karla í afrekshóp HSÍ
Þetta eru þeir Ágúst Birgisson, Árni Bragi Eyjólfsson, Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Gunnar Malmquist og Pétur júníusson.
Innilega til hamingju strákar
Biðin er á enda !! leikir í Olísdeild Karla og kvenna
Fyrstu leikir í Olísdeildinni hefjast í þessari viku.