Komdu í handbolta

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding býður nýjum iðkendum að koma og prófa að æfa handbolta á
meðan HM í Katar stendur yfir.
Hlökkum til að sjá þig
Kveðja Þjálfarar

Æfingartíma má finna hér inn á síðunninni undir handbolti/tímatöflur

Góður sigur á Stjörnunni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna héldu í Mýrina í kvöld og spiluðu við Stjörnuna. Stelpurnar spiluðu í fyrsta skipti undir stjórn Davíðs Svanssonar og lokatölur 29 – 42.

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju.

Nýr þjálfari hjá meistaraflokki kvenna

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Davíð Svansson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna út tímabilið. Hilmar Stefánsson hafði aðeins tök á að þjálfa til áramóta en kemur aftur í þjálfun á næsta tímabili ásamt Davíð.
Davíð Svansson þarf ekki að kynna, hann er uppalin í Aftureldingu, hefur spilað handbolta frá unga aldri. Spilar með meistaraflokki karla og stundar nám við Íþróttafræði Háskólans í Reykjavík.

Gestur Ingvarsson í Þýskalandi með U 19 ára landsliði Íslands.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Okkar ungi og efnilegi hægri hornamaður Gestur Ólafur Ingvarson spilaði með U 19 ára landsliði Íslands á Sparcassen Cup í Þýskalandi. Strákarnir enduðu í 7 sæti. Gestur kemur til landsins í dag og óskum við honum innilega til hamingju með góðan árangur sem og góðrar heimkomu.

Leikur um deildarbikarinn í dag.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla spila um deildarbikarinn í dag kl 15:00 við Val í strandgötunni í Hafnafirði. Hvetjum alla til að mæta og styðja strákana til sigurs.

Unnar Karl Jónsson í U 17 ára landsliði Karla

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Valinn hefur verið æfingahópur U-17 ára landsliðs karla sem mun æfa milli og jóla og nýárs að Varmá og er okkar ungi og efnilegi Unnar Karl Jónsson er í þeim hópi. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Unnari innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Sara Lind Stefánsdóttir í U 17 ára landsliði kvenna

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Okkar unga og efnilegi hornamaður Sara Lind Stefánsdóttir æfir með U 17 ára landsliði kvenna milli Jóla og nýars. U-17 ára landslið kvenna tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Mars 2015

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Söru Lind innilega til hamingju sem og góðs gengis