Strákarnir okkar í meistaraflokki karla taka á móti Akureyri í fyrsta heimaleik ársins. Hvetjum alla til að mæta og hvetja strákana til sigurs, Áfram Afturelding
Góður sigur á Fjölni
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna fengu Fjölni í heimsókn á laugardaginn síðasta. Staðan í hálfleik var 14 – 9. Lokatölur voru 27 – 22.
Mörk Aftureldingar
Telma Frímannsdóttir 7 mörk
Magnea Rós Svansdóttir 5 mörk
Sara Lind Stefánsdóttir 4 mörk
Vigdís Brandsdóttir 3 mörk
Hekla Daðadóttir 3 mörk
Dagný Huld Birgisdóttir 3 mörk
Nóra Csákovics 1 mark
Rakel Dóra Sigurðardóttir 1 mark
Innilega til hamingju stelpur.
11 marka sigur hjá meistaraflokki kvenna.
Öruggur sigur hjá meistaraflokki kvenna á FH í gær. Þær voru heldur betur á skotskónum stelpurnar okkar í meistaraflokk í gær þegar þær tóku á móti taplausu liði FH sem situr á toppi deildarinnar, þær komust strax í 0-6, en varnar spilið var til fyrirmyndar sem og markvarslan. Staðan í hálfleik var 9-12. Í stöðunni 13-18 kom svaðalegur kafli hjá …
Komdu í handbolta
Afturelding býður nýjum iðkendum að koma og prófa að æfa handbolta á
meðan HM í Katar stendur yfir.
Hlökkum til að sjá þig
Kveðja Þjálfarar
Æfingartíma má finna hér inn á síðunninni undir handbolti/tímatöflur
Þorrablót Aftureldingar 24.janúar 2015
Borðapantanir fara fram í vallarhúsinu að Varmá í kvöld fimmtudaginn 15.janúar milli 19:30 – 20:30. Gegn framvísun aðgöngumiða.
Góður sigur á Stjörnunni
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna héldu í Mýrina í kvöld og spiluðu við Stjörnuna. Stelpurnar spiluðu í fyrsta skipti undir stjórn Davíðs Svanssonar og lokatölur 29 – 42.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju.
Nýr þjálfari hjá meistaraflokki kvenna
Davíð Svansson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna út tímabilið. Hilmar Stefánsson hafði aðeins tök á að þjálfa til áramóta en kemur aftur í þjálfun á næsta tímabili ásamt Davíð.
Davíð Svansson þarf ekki að kynna, hann er uppalin í Aftureldingu, hefur spilað handbolta frá unga aldri. Spilar með meistaraflokki karla og stundar nám við Íþróttafræði Háskólans í Reykjavík.
Gestur Ingvarsson í Þýskalandi með U 19 ára landsliði Íslands.
Okkar ungi og efnilegi hægri hornamaður Gestur Ólafur Ingvarson spilaði með U 19 ára landsliði Íslands á Sparcassen Cup í Þýskalandi. Strákarnir enduðu í 7 sæti. Gestur kemur til landsins í dag og óskum við honum innilega til hamingju með góðan árangur sem og góðrar heimkomu.
Leikur um deildarbikarinn í dag.
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla spila um deildarbikarinn í dag kl 15:00 við Val í strandgötunni í Hafnafirði. Hvetjum alla til að mæta og styðja strákana til sigurs.