Unnar Karl Jónsson í U 17 ára landsliði Karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valinn hefur verið æfingahópur U-17 ára landsliðs karla sem mun æfa milli og jóla og nýárs að Varmá og er okkar ungi og efnilegi Unnar Karl Jónsson er í þeim hópi. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Unnari innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Sara Lind Stefánsdóttir í U 17 ára landsliði kvenna

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Okkar unga og efnilegi hornamaður Sara Lind Stefánsdóttir æfir með U 17 ára landsliði kvenna milli Jóla og nýars. U-17 ára landslið kvenna tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Mars 2015

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Söru Lind innilega til hamingju sem og góðs gengis

JÓLAHAPPDRÆTTI

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Ekki missa af þessu flotta happdrætti.
hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á handbolti@afturelding.is eða í gegnum facebook síðu handboltans og við komum miðanum til þín um helgina.
Gleðileg Jól.

Haukar – Afturelding í kvöld kl 19:30

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta að Ásvöllum í Hafnafirði í kvöld er strákarnir okkar spila síðasta leikinn í Olísdeild karla á þessu ári.

Áfram Afturelding !!

Tvær í landsliðshóp U 15 ára

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Erna Sóley Gunnarsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir í æfingahóp U15 ára landsliðs kvenna.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar u-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 34 manna æfingarhóp sem mun æfa helgina 20.-21. Desember nk.
Hópurinn mun svo æfa aftur í janúar en tímasetningar æfinga verða gefnar út í byrjun næstu viku.

Handknattleiksdeildin óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Olísdeild karla Afturelding – Fram !!

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar taka á móti Fram á morgun fimmtudag 27.nóvember kl 19:30.   Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og hvetja strákana til sigurs og höldum toppsætinu í Olísdeildinni. ÁFRAM AFTURELDING !!!