Toppslagur í Olísdeildinni.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Það verður sannkallaður Toppslagur í Olísdeildinni þegar strákarnir okkar mæta Valsmönnum í N1 höllinni að Varmá mánudag 17.nóvember kl 19:30. Liðin eru jöfn að stigum í fyrsta og öðru sæti en úrslit leiksins skera úr um hvort liðið verður á toppnum eftir 11 umferð olísdeildarinnar. Nú verður ekkert sæti laust í höllinni þannig mætum tímanlega.  Við verðum með andlitsmálun og …

Cocacola bikarinn 16 liða úrslit

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna taka á móti nýliðum Olísdeildar kvenna ÍR í 16 liða úrslitum Cocacola bikarsins á morgun þriðjudag kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá. Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og styðja stelpurnar okkar áfram í bikarnum. Áfram Afturelding.

Íþróttamaður og Íþróttakona handknattleiksdeildar 2014

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Uppskeruhátíð Aftureldingar var haldin í dag. Íþróttamaður handknattleiksdeildar 2014 er Örn Ingi Bjarkason og íþróttakona handknattleiksdeildar 2014 er Hekla Daða en hún var einnig valin í fyrra.Hérna eru umsagnir. Örn Ingi Bjarkason er íþróttamaður handknattleiksdeildar árið 2014. Örn Ingi er fæddur árið 1990 og hefur æft handknattleik í 16 ár. Örn Ingi er mikill íþróttamaður, fjölhæfur leikmaður sem býr yfir …

Komdu að æfa handbolta

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Dagana 20 – 26 október ætlar handknattleiksdeild Aftureldingar að bjóða þér að koma og prófa að æfa handbolta.  Æfingatíma er að finna hér á síðunni undir afturelding.is/handbolti Hlökkum til að sjá sem flesta. Áfram Afturelding.

Meistaraflokkur kvenna

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding – FH
Laugardaginn 18.okt kl 15:00
Hvetjum alla til að koma og hvetja stelpurnar áfram.

Áfram Afturelding

Eigum 6 handboltamenn í U 21 árs landsliði karla

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Gunnar Magnússon landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðs karla hefur valið 26 manna æfingarhóp fyrir landsliðsviku karla sem hefst 27.október nk.
Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Birkir Benediktsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Gunnar Malmquist og Kristinn Hrannar Bjarkasson.

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar okkar flottu strákum innilega til hamingju sem og góðs gengis