Erna Sóley Gunnarsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir í æfingahóp U15 ára landsliðs kvenna.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar u-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 34 manna æfingarhóp sem mun æfa helgina 20.-21. Desember nk.
Hópurinn mun svo æfa aftur í janúar en tímasetningar æfinga verða gefnar út í byrjun næstu viku.
Handknattleiksdeildin óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.