Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar eftir þjálfara fyrir 6 flokk kvenna. Reynsla af þjálfun nauðsynleg sem og hreint sakavottorð. Áhugasamir sendið ferilskrá á ingal@ru.is.
Jóhann Jóhannsson markahæstur og besti maður mótsins.
Vinstri skyttan Jóhann Jóhannsson var markahæstur á UMSK mótinu sem lauk í gær. Hann skoraði 21 mörk og var einnig valinn besti leikmaður mótsins. Óskum Jóhanni innilega til hamingju.
UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð.
Meistaraflokkur karla urðu í gær UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð. Unnu alla sína leiki á mótinu á móti Gróttu, HK og Stjörnunni. Innilega til hamingju með bikarinn.
Fréttatilkynning frá Meistaraflokksráði kvenna.
Meistaraflokksráð kvenna í handknattleik hefur ákveðið að draga lið Aftureldingar úr keppni í Olísdeildinni næsta keppnistímabil, þ.e veturinn 2014 – 2015 og leika þess í stað í utandeildinni.Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Aftureldingu við að koma upp meistaraflokk kvenna og hefur lið Aftureldingar síðastliðin tvö ár keppt í efstu deild. Í sumar varð fækkun í liðinu …
Birkir Benediktsson keppir á EM 2014
Birkir Benediktsson hélt utan í morgun með U 18 ára landsliði Íslands þar sem þeir keppa á EM 2014 í Gdynia í Póllandi dagana 14 – 24 ágúst. Ísland er í A riðli ásamt Serbíu, Svíþjóð og Swiss en 16 lið taka þátt. Leikir 14.ágúst Serbía – Ísland kl 17:00 15.8.2014 Ísland – Svíþjóð kl 15:00 17.8.2014 Swiss – Ísland …
Æfingar á fullu hjá eldri flokkunum
Æfingar hófust í þessari viku hjá eldri flokkunum og má sjá tímatöflu hér á síðunni.