Öruggur sigur á Stjörnunni.
Mikil spenna var í N1 höllinni að Varmá fyrir fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þar sem við tókum á móti Sjörnunni. Strákarnir okkar voru með yfirhöndina allan leikinn og og unnu góðan sigur 29 – 22 ( 14 – 10)
Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 6 , Jóhann Gunnar Einarsson 6,Pétur Júníusson 4, Jóhann Jóhannsson 3, Gunnar Malmquist Þórsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Kristinn Elísberg Bjarkason 2, Ágúst Birgisson 2,
Varin skot Davíð Svansson 20/1.