Okkar unga og efnilega Sara Lind Stefánsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna. Um er að ræða æfingahóp fyrir æfingaferð til Hollands í byrjun Október.
Æfingar fara fram dagana 20. og 21. September
Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Söru Lind innilega til hamingju sem og góðs gengis.