Sara Lind Stefánsdóttir valin í U 17 ára landslið kvenna.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Okkar unga og efnilega Sara Lind Stefánsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna. Um er að ræða æfingahóp fyrir æfingaferð til Hollands í byrjun Október.
Æfingar fara fram dagana 20. og 21. September

Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Söru Lind innilega til hamingju sem og góðs gengis.

UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistaraflokkur karla urðu í gær UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð. Unnu alla sína leiki á mótinu á móti Gróttu, HK og Stjörnunni. Innilega til hamingju með bikarinn.

Fréttatilkynning frá Meistaraflokksráði kvenna.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistaraflokksráð kvenna í handknattleik hefur ákveðið að draga lið Aftureldingar úr keppni í Olísdeildinni næsta keppnistímabil, þ.e veturinn 2014 – 2015 og leika þess í stað í utandeildinni.Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Aftureldingu við að koma upp meistaraflokk kvenna og hefur lið Aftureldingar síðastliðin tvö ár keppt í efstu deild. Í sumar varð fækkun í liðinu …

Birkir Benediktsson keppir á EM 2014

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Birkir Benediktsson hélt utan í morgun með U 18 ára landsliði Íslands þar sem þeir keppa á EM 2014 í Gdynia í Póllandi dagana 14 – 24 ágúst. Ísland er í A riðli ásamt Serbíu, Svíþjóð og Swiss en 16 lið taka þátt. Leikir 14.ágúst Serbía – Ísland kl 17:00 15.8.2014 Ísland – Svíþjóð kl 15:00 17.8.2014 Swiss – Ísland …