Sara Lind Stefánsdóttir valin í U 17 ára landslið kvenna.
Okkar unga og efnilega Sara Lind Stefánsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna. Um er að ræða æfingahóp fyrir æfingaferð til Hollands í byrjun Október.
Æfingar fara fram dagana 20. og 21. September
Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Söru Lind innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Handknattleiksdeild óskar eftir þjálfara hjá 6 flokki kvenna.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar eftir þjálfara fyrir 6 flokk kvenna. Reynsla af þjálfun nauðsynleg sem og hreint sakavottorð. Áhugasamir sendið ferilskrá á ingal@ru.is.
Jóhann Jóhannsson markahæstur og besti maður mótsins.
Vinstri skyttan Jóhann Jóhannsson var markahæstur á UMSK mótinu sem lauk í gær. Hann skoraði 21 mörk og var einnig valinn besti leikmaður mótsins. Óskum Jóhanni innilega til hamingju.
UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð.
Meistaraflokkur karla urðu í gær UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð. Unnu alla sína leiki á mótinu á móti Gróttu, HK og Stjörnunni. Innilega til hamingju með bikarinn.
Fréttatilkynning frá Meistaraflokksráði kvenna.
Meistaraflokksráð kvenna í handknattleik hefur ákveðið að draga lið Aftureldingar úr keppni í Olísdeildinni næsta keppnistímabil, þ.e veturinn 2014 – 2015 og leika þess í stað í utandeildinni.Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Aftureldingu við að koma upp meistaraflokk kvenna og hefur lið Aftureldingar síðastliðin tvö ár keppt í efstu deild. Í sumar varð fækkun í liðinu …