Íslandsmeistarar 2014 – B

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

4 flokkur kvenna Eldri Íslandsmeistarar 2014 – B Þær spiluðu tvo leiki í dag og byrjuðu á því að vinna Selfoss 20 – 15. Seinni leikurinn var við Hauka og sigruðu 25 -12. Frábærir leikir og stelpurnar spiluðu allar sem ein frábærlega, gaman að geta þess að stelpurnar spiluðu í 2.deild í vetur en Selfoss og Haukar í 1.deild og …

8 liða úrslit

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

2 flokkur karla spilar við Fram í 8 liða úrslitum í kvöld kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá, hvetjum alla Mosfellinga til að mæta í rauðu og hvetja strákana áfram, stór hluti af strákunum í 2 flokki spila lykilhlutverki með meistaraflokki sem urðu deildarmeistarar um daginn.  Það má búast við hörkuleik í kvöld. Áfram Afturelding.

Deildarmeistarar 2014

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla urðu í kvöld Deildarmeistarar 1.deildar eftir sigur á Selfoss 25 – 23.  Þeir fara því beint upp í Olísdeildina næsta tímabil, eftir 1 árs fjarveru. Við óskum þeim innilega til hamingju. Áfram Afturelding.

Fimm strákar í U20 ára landsliðinu léku í Makedóníu

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Það voru fimm strákar frá okkur valdir í lokahóp U 20 ára landsliðs Íslands á dögunum en hópurinn telur 16 stráka. Þetta eru þeir Böðvar Páll Ásgeirsson vinstri skytta, Birkir Benediktsson hægri skytta, Elvar Ásgeirsson miðja, Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornamaður og Kristinn Hrannar Bjarkason vinstri hornamaður. Þeir héldu til Skopje í Madedóníu til að keppa í forkeppni EM 4 …

Sara Lind og Kittý í U 16 ára landsliði kvenna

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding á tvær stelpur í æfingahóp U-16 ára landsliðs kvenna. Það eru þær  Sara Lind Stefánsdóttir  og Kristín Arndís Ólafsdóttir( Kittý) Hópurinn mun æfa saman dagana 24.-30.mars. Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Ragnhildur Hjartardóttir í U 18 ára landslið kvenna

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Ragnhildur Hjartardóttir hefur verið valin í æfingarhóp U 18 ára landslið kvenna. Hópurinn mun æfa saman dagana 24 – 30 mars. Þjálfarar eru Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Ragnhildi innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Aðalfundur handknattleiksdeildar verður 20.mars.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldin 20.mars 2014 kl 20:00 í Vallarhúsinu. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf1. Kosning fundarstjóra2. Kosning fundarritara3. Skýrsla stjórnar lögð fram4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga7. Kosning formanns8. Kosning í meistaraflokksráð 9. Kosning í barna- og unglingaráð10. Önnur mál F.h handknattleiksdeildar Inga Lilja Lárusdóttir Formaður