Gunnar Malmquist gengur til liðs við Aftureldingu.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Gengið hefur verið frá samningi við Gunnar Malmquist.
Gunnar er vinstri hornamaður sem er uppalinn hjá Val en spilaði með Akureyri á síðasta tímabili, mjög öflugur varnarmaður, er í 20 ára landsliði Íslands og er því mjög góð viðbót við okkar unga lið.

Bjóðum Gunnar Malmquist hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.

Einar Andri ráðin þjálfari meistaraflokk karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks karla til þriggja ára. Einar tekur við af Konráð Olav Hatlemark sem hefur stýrt líðinu undanfarin tvö ár og þökkum við honum kærlega fyrir sem og góðs gengis.

Einar hefur síðustu 15 ár verið hjá FH bæði sem leikmaður og þjálfari.

Bjóðum Einar Andra hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.

Sara Lind og Kittý í U – 16 ára landsliði kvenna.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U – 16 ára landslið kvenna.

Okkar stelpur Sara Lind Stefánsdóttir ( vinstri hornamaður) og Kristín Arndís Ólafsdóttir ( miðja) eru í þessum hóp og munu æfingar fara fram 29.maí – 8 júní næstkomandi.

Innilega til hamingju stelpur

Fimm strákar í U-20 ára landsliði karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U-20 ára landslið karla.

Við eigum fimm stráka í þessum hóp Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornmaður, Bjarki Snær Jónsson markvörður, Böðvar Páll Ásgeirsson vinstri skytta, Elvar Ásgeirsson miðja og Kristinn Hrannar Bjarkason vinstri hornamaður.

Innilega til hamingju

Birkir og Gestur í U-18 ára landslið karla.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U -18 ára landslið karla.

Okkar strákar Birkir Benediktsson og Gestur Ólafur Ingvarsson eru í þessum hóp og munu æfingar fara fram í mýrinni 24 – 25 maí.

Innilega til hamingju strákar.

Íslandsmeistarar 2014 – B

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

4 flokkur kvenna Eldri Íslandsmeistarar 2014 – B Þær spiluðu tvo leiki í dag og byrjuðu á því að vinna Selfoss 20 – 15. Seinni leikurinn var við Hauka og sigruðu 25 -12. Frábærir leikir og stelpurnar spiluðu allar sem ein frábærlega, gaman að geta þess að stelpurnar spiluðu í 2.deild í vetur en Selfoss og Haukar í 1.deild og …

8 liða úrslit

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

2 flokkur karla spilar við Fram í 8 liða úrslitum í kvöld kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá, hvetjum alla Mosfellinga til að mæta í rauðu og hvetja strákana áfram, stór hluti af strákunum í 2 flokki spila lykilhlutverki með meistaraflokki sem urðu deildarmeistarar um daginn.  Það má búast við hörkuleik í kvöld. Áfram Afturelding.