Gengið hefur verið frá samningi við Gunnar Malmquist.
Gunnar er vinstri hornamaður sem er uppalinn hjá Val en spilaði með Akureyri á síðasta tímabili, mjög öflugur varnarmaður, er í 20 ára landsliði Íslands og er því mjög góð viðbót við okkar unga lið.
Bjóðum Gunnar Malmquist hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.