Swedish Karate Open – Þórður með silfur

Karatedeild AftureldingarKarate

Helgina 29.-30. mars fór fram opna bikarmótið Swedish Open. 683 keppendur frá 11 þjóðum tóku þátt. Landslið Íslands í kata tók þátt í mótinu sem liður í undirbúningi fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Álaborg helgina 11.-13. apríl nk. Þórður keppti í senior kata male, en þar voru 23 keppendur skráðir til leiks frá sex þjóðum. Í fyrstu umferð lenti …

Aðalfundur karatedeildar

Karatedeild AftureldingarKarate

Stjórn Karatedeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 09. apríl klukkan 18.00 Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu stjórnar eða hafa einhver málefni og eða tillögur sem þeir vilja leggja fyrir aðalfund, eru beðnir að senda erindið á netfangið karate@afturelding.is ekki seinna en 1. apríl nk. …

Íslandsmeistarar!

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata og kumite fór fram sunnudaginn 23. mars 2025. Tveir keppendur mættu til leiks frá Aftureldingu og unnu þeir báðir Íslandsmeistaratitla 🏆 Íslandsmeistari sjötta árið í röð Þórður Jökull Henrysson vann kata karla nokkuð örugglega og er því Íslandsmeistari  Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitillinn hans í kata karla, en áður hafði hann einnig orðið Íslandsmeistari í unglingaflokkum, bæði …

karate

Grand Prix 1 – bikarmót unglinga

Karatedeild AftureldingarKarate

Grand Prix mótaröðin hófst í mars, en hún er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 168 þátttakendur skráðir til keppni en þetta er fjölmennasta GP mót sem hefur verið haldið hingað til. Karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir stóðu sig ótrúlega vel og öll hafa þau bætt sig mikið! Öll færðust þau upp um aldursflokk og …

karate

Tvö gull á Reykjavíkurleikunum

Karatedeild AftureldingarKarate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 22. janúar – 8. febrúar 2025. Þetta var í 18 sinn sem leikarnir voru haldnir og þrettánda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar 2025. Keppendur voru 138 talsins frá 20 félögum, þar af 40 erlendir keppendur, einn frá Spáni, einn frá Frakklandi, tveir frá …

Prufutímabili lokið

Karatedeild AftureldingarKarate

Skráningu nýrra iðkenda á vorönn 2025 er lokið og ekki verður tekið við fleiri nýjum iðkendum til prufu á vorönn. Í byrjun september hefst ný önn og þá bjóðum við nýja iðkendur velkomna.

Karatemaður ársins og uppskeruhátíð KAÍ

Karatedeild AftureldingarKarate

Árleg uppskeruhátíð Karatesambands Íslands var haldin í byrjun desember, en þá er valinn karatemaður og -kona ársins, auk þess sem verðlaun fyrir bikarmót unglinga og fullorðinna eru afhent. Karatemaður ársins Þórður Jökull Henrysson var valinn karatemaður ársins 2024 af stjórn KAI en þetta er í annað sinn sem hann er valinn. Þórður átti gott keppnisár en hann keppir eingöngu í …

karate

Grand Prix 4 – bikarmót unglinga

Karatedeild AftureldingarKarate

Fjórða og síðasta Grand Prix mót ársins var haldið 30. nóvember að Varmá, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 113 þátttakendur skráðir til keppni í þetta sinn og var karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir komust í verðlaunasæti og þau halda áfram að bæta sig! Enn og aftur frábær árangur hjá þessum efnilegu …

Karate

Evrópumót smáþjóða í Mónakó

Karatedeild AftureldingarKarate

Dagana 1.-3. nóvember var haldið 10. Evrópumót smáþjóða í karate og að þessu sinni í Mónakó. 388 keppendur frá 9 aðildarlöndum smáþjóða tóku þátt. Þórður keppti fyrir hönd landsliðs Íslands í kata karla fullorðinna (16 ára og eldri). Í kata karla fullorðinna voru 16 keppendur frá 8 þjóðum en keppt var í fjórum umferðum. Í fyrstu umferð keppti hann við …

Grand Prix 3 – bikarmót unglinga

Karatedeild AftureldingarKarate

Þriðja Grand Prix mót ársins var haldið 5. október, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 112 þátttakendur skráðir til keppni í þetta sinn og var karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir komust í verðlaunasæti og þau halda áfram að bæta sig! Enn og aftur frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum   KEPPENDUR OG …