Nýtt umbunarkerfi fyrir dómara

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Nýtt umbunarkerfi dómara hefur verið sett á laggirnar hjá knattspyrnudeildinni þar sem duglegum iðkendum í 2. og 3. flokki karla og kvenna er umbunað fyrir störf sín. Á hverju tímabili fara fram yfir 400 leikir á vegum deildarinnar og er dómgæslan að mestu leyti á herðum þessara iðkenda. Knattspyrnudeildin vildi sýna þeim þakklætisvott fyrir vel unnin störf og fékk nokkur …

Bjarki Steinn skrifar undir samning við Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður 2.flokks karla hefur gert leikmannasamning við Aftureldingu. Þessi ungi og efnilegi leikmaður á leiki og fjölda æfinga með U17 ára landsliði Íslands og æfði og spilaði mikið með 2.flokki karla síðasta sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. Bjarki Steinn er 16 ára gamall og kom hann við sögu í sínum fyrsta meistaraflokks leik á …

Viktor Marel skrifar undir samning við Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það er ánægjulegt að tilkynna að Viktor Marel Kjærnested hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt. Viktor Marel sem er fæddur árið 2000 á að baki úrtaksæfingar með u16 og u17 ára landsliðinu og lék hann 15 leiki með 2.flokki karla í sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. Viktor skoraði 7 mörk í þessum leikjum og hefur hann …

Wee-tos mótið Tungubökkum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Nú er verið að leggja lokahönd á niðurröðun leikja á mótinu. Á fésbókarsíðunni Tungubakkamót má sjá skipulag mótsins um leið og það verður tilbúið. Því miður hefur tafist að birta það vegna tæknilegra örðuleika við leikjaforritið sem keyrir mótið. Þegar allt er klárt sem verður seinni partinn í dag, föstudag þá kemur skipulagið á slóðina:  tungubakkamot.torneopal.com

Jafnt á Seltjarnarnesi

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding og Grótta skildu jöfn 2-2 í stórleik umferðarinnar í 2.deild sem fram fór á fimmtudagskvöld.