Keiluhöllin nýr bakhjarl Meistaraflokks karla í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Á dögunum var undirritaður bakhjarlssamningur við Keiluhöllina í Egilshöll. Samningurinn er til tveggja ára.

„Það er mér sannur heiður að styðja við bakið á Aftureldingu og því góða starfi sem þar fer fram.  Við sem stöndum að Keiluhöllinni og Shake & Pizza höfum viljað styðja við bakið á íþróttafélögum í okkar næsta nágrenni. Við erum í næsta nágrenni við Mosfellsbæ og lítum við svo á að það sé hluti af okkar samfélagslegu ábyrgð að styðja við bakið á íþróttastarfi í nágrenni okkar. Tvöfalda ánægja mín er að styðja félagið í minni heimabyggð,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eiganda Keiluhallarinnar og Shake&Pizza.

„Við lítum svo á að með góðu og öflugu meistaraflokksstarfi, þá erum við að styðja við það starf innan félagsins sem veitir unga fólkinu okkar innblástur. Ef félög ná að halda úti öflugu starfi í Meistaraflokki, þá er það hvatning fyrir börn og unglina til að halda áfram og gera betur”, segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eiganda Keiluhallarinnar og Shake&Pizza.“

Finna fyrir miklum velvilja
„Framundan hjá okkur er kostnaðarsamt tímabil þar sem mörg lið í deildinni eru úti á landi og ferðakostnaðurinn er mikill á komandi tímabili. Það er því virkilega gaman að finna velvilja fyrirtækja sem eru í nágrenni okkar. Aðkoma Keiluhallarinnar er ansi rausnaleg og því mun þeirra aðkoma skipta okkur miklu máli á næstu tveimur árum,“ segir Ásbjörn Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar.

Keiluhöllin er einnig stuðningsaðili Meistaraflokks Karla í Handbolta og er því einn aðalstyrktaraðili félagsins í heild. Afturelding vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Keiluhallarinnar og Shake&Pizza fyrir rausnarlega stuðning.​