Öruggur sigur Aftureldingar á Þrótti Reykjavík

Blakdeild Aftureldingar Blak

Á föstudagskvöld léku Afturelding og Þróttur Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Aftureldingarkonur mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu fljótlega góðri forystu í fyrstu hrinu og unnu hana örugglega 25-8. Í annarri hrinu voru Þróttarar ákveðnari og komust i 3-0 og jafnt var á með liðunum uppað 10 stigum en þá fór Afturelding í gang og vann hrinuna örugglega 25-14. Í þriðju hrinu var um einstefnu að ræða og sérstaklega voru það sterkar uppgjafir Aftureldingar sem voru að skapa vandamál hjá Þrótturunum. Afturelding komst í 10-1 og gaf ekkert eftir og vann hrinuna 25-4 og leikinn 3-0.

Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Kate Yeazel með 12 stig og þær Ceannia Kincaid og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 10 stig. Hjá Þrótturum var það hin efnilega Eldey Hrafnsdóttir sem var stigahæst með 6 stig.