Séræfingar hjá Guðnýju Björk

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir sem hefur verið gestaþjálfari hjá 7.og 6.flokki kvenna í knattspyrnu undanfarið ásamt því að stýra séræfingum fyrir eldri stúlkur verður með séræfingar núna í jólafríinu fyrir 3.-5.flokk kvenna eða stelpur fæddar 2001 til 1996. Æft verður inni í sal 1 að Varmá.