Afturelding hefur titilvörn með sigri

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Um tíma leit út fyrir að leikurinn gæti ekki farið fram vegna snjóa á vellinum, en með dugnaði þjálfara og drengja í 2. flokki var snjórinn handmokaður af vellinum.

Hörkuleikur fór því fram í kulda og trekki, en áhorfendur létu það ekki á sig fá og fjölmenntu á leikinn.  Okkar menn höfðu betur í jöfnum leik.  Það var Arnór Þrastarson sem tryggði sigur í leiknum með góðu skoti eftir flotta fyrirgjöf frá Wentzel Steinarri. Lokatölur  1 – 0.

Næsti leikur meistaraflokks í lengjubikar verður föstudaginn 23. Mars kl 19.00  Í millitíðinni leikur liðið æfingaleik gegn KFR á Varmá föstudaginn 16. Mars kl 18.30