Afturelding með sannfærandi sigur á Skaganum – 102-78 sigur á ÍA-u

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuboltastrákarnir í Aftureldingar sýndu styrk sinn á Skaganum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 102-78 sigur á ÍA – u eftir kraftmikinn og vel útfærðan leik í 2.deildinni í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og eftir fyrsta leikhluta leiddu Mosfellingar með einu stigi. Ungur og efnilegur hópur Aftureldingar bætti þó hratt í þegar á leið og náði 15 stiga …

Vinavika í körfunni

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti, Óflokkað

🔥🏀 VINAVIKA Í KÖRFU HJÁ AFTURELDINGU! 🏀🔥 Dagana 6.–11. október breytum við æfingunum í sannkallað körfubolta-partý! 🎉 Allir iðkendur taka vin með sér á æfingu – og hver veit… kannski verður þú eða vinur þinn næsta körfuboltastjarnan í Mosfellsbænum ✨ 💥 Komdu og prófaðu körfu – við lofum: ✅ Gaman & fjör ✅ Nýjum vinum ✅ Hraða, leik og æsispennandi …

Ungt Aftureldingarlið spilaði af krafti í fyrsta leik – Valsmenn fóru þó heim með sigurinn að lokum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

„hörkufín frammistaða hjá strákunum sem gefur góð fyrirheit“ Meistaraflokkur karla í körfubolta hjá Aftureldingu hóf keppnistímabilið í kvöld með útileik gegn Fylki/Val U í Valsheimilinu. Gestirnir frá Mosfellsbæ léku af miklum krafti, en heimamenn báru að lokum sigur úr bítum, 87–74, eftir fjörugan og hraðan leik. Afturelding byrjaði leikinn frábærlega og leiddi með níu stigum í hálfleik, 48–39. Ungu leikmennirnir …

Gunnar Ingi nýr styrktarþjálfari Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur gengið til samstarfs við Gunnar Inga Garðarsson sem nýjan styrktarþjálfara deildarinnar. Gunnar er íþróttafræðingur að mennt, uppalinn Mosfellingur og hefur mikla reynslu af styrktar- og líkamsþjálfun íþróttafólks. Hann mun leggja sitt af mörkum til þess að efla bæði leikmenn og liðið okkar. „Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Gunnar til liðs við deildina. Hann hefur þegar …

Vetrarstarfið að hefjast í körfunni

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Vetrarstarf körfuboltadeildarinnar hefst mánudaginn 1. september og fara allir flokkar þá af stað með æfingar. Við viljum vekja athygli á að í æfingatöflunni er skörun við knattspyrnudeildina, sérstaklega hjá 5. bekk (börn fædd 2015). Við erum þegar að vinna í lausnum og munum gera okkar besta til að tryggja að iðkendur geti stundað báðar greinar. Við biðjum um smá þolinmæði …

Afturelding gengur frá ráðningu þjálfara í yngri flokka starfið

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Starf körfuknattleiksdeildar Aftureldingar er allt að taka á sig mynd fyrir næsta vetur.  Deildin hefur gengið frá samningum við þrjá þjálfara sem taka að sér þjálfun yngri flokka deildarinnar. Heimamaðurinn Hlynur Logi Ingólfsson heldur áfram sem þjálfari yngri flokka Hlynur Logi Ingólfsson mun sjá um þjálfun 9. og 10. flokks ásamt því að verða þjálfara meistaraflokks innan handar með þjálfun …

Sævaldur Bjarnason framlengir þjálfarasamning við Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar í Mosfellsbæ hefur framlengt samning sinn við Sævald Bjarnason sem mun halda áfram sem yfirþjálfari deildarinnar. Sævaldur hefur starfað hjá félaginu í heilan áratug og náð góðum árangri á þeim tíma. Undir stjórn Sævaldar hefur fjöldi iðkenda í körfubolta hjá Aftureldingu aukist jafnt og þétt og eru nú tæplega 200 einstaklingar sem stunda íþróttina hjá félaginu. Sem yfirþjálfari …

Ungir körfuboltastrákar úr Aftureldingu í Mosfellsbæ ferðaðist til Duke University í Bandaríkjunum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Dagana 22. til 29. júní síðastliðinn fóru 28 ungir körfuboltastrákar á aldrinum 13 og 14 ára úr körfuknattleiksdeild Aftureldingar í Mosfellsbæ ásamt hátt í 60 manna hópi í ferð til Duke University í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum. Ferðin var hluti af þjálfunar- og þróunarstarfi deildarinnar með það að markmiði að efla leikmannahópinn og styrkja samheldni innan liðsins. Í Duke University fengu strákarnir …

Næsta stopp – Duke Basketball Camp

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Enn eitt körfuboltaævintýrið hjá iðkendum í Aftureldingu körfubolta hafið.  Nú eru það næsti hópur einstaklinga sem fá að upplifa körfuboltaveröldina utan Íslands þar sem 28 strákar fæddir 2011 og 2012 tóku flugið til Bandaríkjanna í dag til að taka þátt í körfuboltabúðum í Duke.  Með í för eru yfir 35 foreldrar og systkini ásamt þjálfarateyminu Sævaldi Bjarnasyni og Hlyn Loga …

Körfuboltatímabilinu ´24 -´25 formlega lokið!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Helgina sem leið voru leiknir síðustu keppnisleikir í körfubolta á tímabilinu. Minnibolti 11 ára (6. bekkur) og 8. flokkur (f.2011) drengja spiluðu sína síðustu keppnisleiki á Íslandsmótinu ´24-´25 og er því öllum keppnisleikjum á vegum KKÍ lokið. Keppnistímabilið var ansi viðburðarríkt hjá okkur í Aftureldingu þar sem við buðum upp á starf fyrir öll börn í 1.-10. bekk grunnskóla en …