Körfuboltatímabilinu ´24 -´25 formlega lokið!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Helgina sem leið voru leiknir síðustu keppnisleikir í körfubolta á tímabilinu. Minnibolti 11 ára (6. bekkur) og 8. flokkur (f.2011) drengja spiluðu sína síðustu keppnisleiki á Íslandsmótinu ´24-´25 og er því öllum keppnisleikjum á vegum KKÍ lokið. Keppnistímabilið var ansi viðburðarríkt hjá okkur í Aftureldingu þar sem við buðum upp á starf fyrir öll börn í 1.-10. bekk grunnskóla en …

Körfuboltakrakkar á ferð og flugi yfir helgina.

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

12 leikir á mismunandi stöðum á landinu. Núna um helgina er næstsíðasta keppnishelgi yngri flokka körfuknattleiksdeildar Aftureldingar í vetur. Krakkar fæddir 2012 og skipa 7. flokk sendi tvö lið til keppni í ár en þeir spila á Sauðárkróki núna um helgina. Frábært veður er fyrir norðan en yfir 20 gráðu hita er spáð í forsælu og mikið fjör framundan.   …

Safnað fyrir ferð til Duke University

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í dag hefur farið fram körfuboltamaraþon þar sem 25 strákar úr 7. og 8. flokki körfuknattleiksdeildar Aftureldingar eru að safna fyrir æfingaferð til Duke University í Bandaríkjunum.  Ferðin verður farin 22.-29.  júní og undirbúningur á fullu.  Drengirnir hafa verið duglegir að safna áheitum undanfarnar vikur og nú er að standa við áheitin sem hafa safnast.  Körfuboltamaraþonið byrjaði í morgun klukkan …

Gleðilega körfuboltapáska

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar óskar ykkur öllum gleðilegra páska og vonar að þið hafið það sem allra best með ykkar fólki 1.- 6.bekkur mun núna í lok vikunnar fara í páskafrí eins og grunnskólarnir í Mosfellsbæ, eldri hóparnir 7.-10.flokkur munu æfa fram að helstu helgidögum. Fríið hefst á sun 13.apríl og komum til æfinga aftur þri 22.apríl nk. 10.flokkurinn okkar heldur síðan …

Körfuknattleiksdeildin hlýtur Hvatningarverðlaun UMSK 2025

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Fyrr i dag hlotnaðist körfuknattleiksdeild Aftureldingar sá heiður að fá hvatningarverðlaun UMSK 2025 á 101.ársþingi sambandsins fyrir metnaðarfullt starf körfuknattleiksdeildar. Mjög mikill fjöldi fólks kemur að starfi deildarinnar sem hjálpar mikið til með ómetanlegu framlagi þeirra með góðum hugmyndum og vinnusemi og þessu fólki fjölgar jafnt og þétt í samræmi við fjölgun iðkennda okkar og því er þetta ennþá meiri …

Afturelding í 3. sæti í EYBL keppninni í Valmiera Lettlandi

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

10. flokkur Aftureldingar, strákar fæddir 2009, hélt til Lettalands í byrjun febrúar þar sem þeir léku í Evrópudeild yngri félagsliða, EYBL keppninni (European Youth Basketball League). EYBL keppnin hefur verið haldin árlega síðustu 28 ár og er keppninni skipt upp í norður og suður deild og mismunandi aldurshópa U13, U15 , U16 , U17 og U20. Stjarnan sendi lið til …

77-74 og annar sigur strákanna staðreynd eftir rafmagnaðar lokasekundur í dag á EYBL

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Strákarnir ætluðu svo sannarlega að mæta með háa orku í leik dagsins er þeir mættu liði frá Ungverjalandi, Zsiros Academy.  Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti komust í 10-2 og 16-6 þegar Ungverjarnir vöknuðu til lífsins og vissu ekki hvaðan á sér stóð veðrið.  Strákarnir að spila vel og höfðu greinilega farið vel yfir það sem miður fór í gær.   …

Tap fyrir spræku liði Ezerzeme í öðrum leik liðsins á EYBL

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Strákarnir í 10.flokk léku sinn annan leik í Evrópudeild Yngri félagsliða (EYBL) í dag þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir ansi spræku og léttleikandi liði Ezerzeme frá Lettlandi.   Leikurinn var allur í járnum og leiddu Lettarnir með 1 stigi eftir fyrsta leikhluta 20-19.   Sami barningur var inn í annan leikhluta þar sem bæði lið skiptust á góðum köflum …

10.flokkurinn á EYBL í Lettlandi 5-9.febrúar 2025 – Sigur í fyrsta leik 79-69

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Tólf strákar úr 10. flokki Aftureldingar í körfubolta lögðu af stað miðvikudaginn 5. febrúar 2025 rétt fyrir gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir. Þeir rétt náðu flugtaki áður en öllum flugum til og frá landinu var aflýst.  Fyrst var flogið til Helsinki og eru þeir núna mættir til Valmiera í Lettlandi og taka þátt í European Youth Basketball League. EYBL er …