Nú um helgina var spilað í 8. til 10. flokki í Íslandsmótinu í körfubolta. 10. flokkur drengja spiluðu að Varmá gegn Stjörnunni b. en Aftureldingarmenn byrjuðu leikinn sterkt skoruðu 20 fyrstu stigin og litu aldrei í baksýnisspegilinn eftir það og enduðu á að sigra leikinn nokkuð örugglega 100 stig gegn 66 stigum andstæðinganna. 9. flokkur karla b-lið, strákar fæddir 2011 …
Afturelding Körfubolti kynnir með stolti ~ Séræfingaskóli Aftureldingar
Afturelding Körfubolti ætlar að bjóða upp á 4 vikna námskeið til áramóta (8 æfingar), Séræfingarskóli Aftureldingar, þar sem iðkendur fá tækifæri til að þróa og bæta sinn leik en jafnframt æfa eins og atvinnumenn undir handleiðslu atvinnumanns í greininni. Fyrst um sinn munum við bjóða iðkenndum frá 9. bekk og upp í meistaraflokk þetta einstaka tækifæri (2011 og eldra). Eftir …
Afturelding með tvo lið áfram í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum
Bikarkeppni KKÍ og VÍS í yngri flokkum hélt áfram um helgina þegar 16 liða úrslit fóru fram. Afturelding stóð sig afar vel, en bæði 10. flokkur og 11. flokkur stráka sigruðu sína leiki og tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum keppninnar. Liðin verða því í pottinum þegar dregið verður á næstu dögum. 10. flokkur – Hörkuleikur gegn Fjölni 10. …
Öruggur sigur meistaraflokksins á Tindastóli U
Meistaraflokkur karla mætti liði Tindastóls U í Varmánni á sunnudagskvöldið í sínum fimmta leik í 2. deildinni. Afturelding hafði öruggan sigur, 102-77, eftir flottan leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Strákarnir komu ákveðnir til leiks, náðu fljótt forystu og héldu henni út allan leikinn – mest fór munurinn í 35 stig. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel …
🏀 Krakkar úr Aftureldingu mættu galvösk á Fjölnismótið – leikgleðin í fyrirrúmi! 🏀
Um helgina mættu yngstu körfuboltakrakkarnir okkar úr Aftureldingu á Fjölnismótið í Grafarvoginum, þar sem 1.–4. bekkur tók þátt með eldmóð og bros á vör. Alls voru um 45 krakkar frá Aftureldingu sem tóku þátt í níu liðum sem voru skráð til leiks – átta strákalið og eitt stelpulið. Þau öttu kappi við fjölmörg lið úr öðrum félögum og spiluðu ótal …
Dramatískur heimasigur í Varmá – Mosfellingar unnu Laugdæli 99–97
Það ríkti sannkölluð körfubolta- og hauststemning í Mosfellsbænum á laugardaginn þegar Afturelding tók á móti Laugdælum frá Laugarvatni í 2. deild karla. Leikurinn fór fram í Varmá á körfuboltadegi félagsins þar sem stemningin í stúkunni var rafmögnuð og úr varð sannkallaður spennutryllir sem endaði með naumum sigri heimamanna, 99–97. Það var Björgvin Már Jónsson sem tryggði sigurinn með sóknarfrákasti og …
Bergsveinn Kári heldur áfram þjálfun með 5.–6. bekk í körfubolta
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er mjög ánægð að tilkynna að Bergsveinn Kári Jóhannesson heldur áfram þjálfun 5.–6. bekkjar hjá félaginu. En hann var einnig mjög flottur í sumarstarfi félagsins nú í sumar sem heppnaðist frábærlega. Bergsveinn hefur unnið mjög gott starf undanfarin misseri og stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili þegar hann tók við flokknum sem sínum fyrsta aðalflokki, hann hefur …
Afturelding með sannfærandi sigur á Skaganum – 102-78 sigur á ÍA-u
Körfuboltastrákarnir í Aftureldingar sýndu styrk sinn á Skaganum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 102-78 sigur á ÍA – u eftir kraftmikinn og vel útfærðan leik í 2.deildinni í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og eftir fyrsta leikhluta leiddu Mosfellingar með einu stigi. Ungur og efnilegur hópur Aftureldingar bætti þó hratt í þegar á leið og náði 15 stiga …
Vinavika í körfunni
🔥🏀 VINAVIKA Í KÖRFU HJÁ AFTURELDINGU! 🏀🔥 Dagana 6.–11. október breytum við æfingunum í sannkallað körfubolta-partý! 🎉 Allir iðkendur taka vin með sér á æfingu – og hver veit… kannski verður þú eða vinur þinn næsta körfuboltastjarnan í Mosfellsbænum ✨ 💥 Komdu og prófaðu körfu – við lofum: ✅ Gaman & fjör ✅ Nýjum vinum ✅ Hraða, leik og æsispennandi …
Ungt Aftureldingarlið spilaði af krafti í fyrsta leik – Valsmenn fóru þó heim með sigurinn að lokum
„hörkufín frammistaða hjá strákunum sem gefur góð fyrirheit“ Meistaraflokkur karla í körfubolta hjá Aftureldingu hóf keppnistímabilið í kvöld með útileik gegn Fylki/Val U í Valsheimilinu. Gestirnir frá Mosfellsbæ léku af miklum krafti, en heimamenn báru að lokum sigur úr bítum, 87–74, eftir fjörugan og hraðan leik. Afturelding byrjaði leikinn frábærlega og leiddi með níu stigum í hálfleik, 48–39. Ungu leikmennirnir …










