1.-4. bekkur á Fjölnismóti – Fyrsta mót vetrarins hjá okkar yngstu iðkenndum.

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

ALGJÖR SNILLD ! Mikið sem ég er stoltur og glaður að tilheyra svona ört vaxandi og flottri körfuboltadeild í Mosfellsbænum.  Það voru 58 börn skráð frá Aftureldingu raðað í 11 liðum frá okkur á mótið hjá Fjölni nú um helgina og þau spiluðu 66 leiki með bíóferð, sundferð, sumir skelltu sér á skauta á meðan aðrir eyddu tímanum saman og …

Íslandsmótið hafið hjá eldri flokkunum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Afturelding sendir lið til keppni í 7.-10. bekk karla í körfubolta en einnig spilar 10. flokkur sem 11. flokkur (fyrsti bekkur í menntaskóla). Eldri yngri flokkarnir hafa einnig hafið leik í Íslandsmótinu. 10.-11. flokkur- Þessir flokkur er á góðu róli en 10.-11. flokkur, leikmennirnir sem urðu Íslandsmeistarar síðastliðið vor hefja titilvörnina ágætlega hafa þegar þetta er skrifað spilað 4 leiki, …

Allt á fullu í starfi yngri flokka í körfunni

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Næstu daga er vetrafrí í grunnskólum Mosfellsbæjar og þá er nú ekki úr vegi að staldra aðeins við og flytja smá fréttir af gangi mála í körfuknattleiksdeildinni í Aftureldingu. Mjög mikið hefur verið í gangi hjá deildinni það sem af er keppnistímabili en það hefst vanalega strax í byrjun september. Starfið hófst með foreldrafundum í öllum flokkum þar sem farið …

Tap gegn Aþenu/Leikni í leik tvö í 2. deildinni

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Það mátti greina ákveðinn doða yfir Mosfellsbæ í dag þegar lið Aþenu/Leiknis heimsótti Aftureldingu á Varmá í 2. deild karla. Stemmningin var ekki sú sama og um síðustu helgi og augljóst að bærinn var að jafna sig eftir gleðina í gær þegar karlalið félagsins í fótbolta tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Leikur Aftureldingar og Aþenu/Leiknis var lítið …

Afturelding hafði betur gegn Uppsveitum í æsispennandi leik

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Meistaraflokkur karlaliðs Aftureldingar í körfubolta lék sinn fyrsta leik í Íslandsmóti í 10 ár á sunnudag þegar liðið tók á móti liði Uppsveita í 2. deild karla og hafði sigur eftir æsispennandi framlengdan leik, 81-78. Frá fyrstu mínútu var leikur liðanna spennandi og skiptust liðin á að leiða allan leikinn. Mesti munurinn var í þriðja leikhluta þegar Afturelding leiddi með …

Ungir og efnilegir leikmenn styrkja og styðja við Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Lið Aftureldingar er stöðugt að taka á sig mynd og hefur styrkt sig fyrir keppni í 2.deildinni í ár. Æfingar hafa gengið mjög vel undanfarið undir handleiðslu Sævaldar Bjarnasonar og virkilega skemmtileg stemning í hópnum fyrir þessu verkefni í Mosfellsbænum.  Ungir og efnilegir leikmenn úr öðrum liðum ætla að taka þátt í þessu verkefni með félaginu. Nokkrir þeirra hafa leikið …

Meistaraflokkur Aftureldingar tekur á sig mynd – Mosfellingar heim í heiðardalinn!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuboltasamfélagið í Mosfellsbæ er ört vaxandi og á sunnudag hefur meistaraflokkur Aftureldingar í körfubolta vegferð sína í 2. deild Íslandsmótsins þegar sá flokkur er endurvakinn hjá félaginu. Fyrsti leikur er gegn Uppsveitum í N1 höllinni að Varmá kl. 14.00.  Nokkur ár eru síðan Afturelding tefldi fram meistaraflokki og spennandi verður að sjá hvernig þeim tekst að fóta sig í deildinni …

Fyrsti leikur meistaraflokks karla í körfubolta á sunnudaginn

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Afturelding leikur sinn fyrsta leik meistaraflokks karla í körfubolta þennan veturinn í 2. deild á sunnudaginn 22. september.  Leikið verður gegn liði Uppsveita og fer leikurinn fram í sal 3 í N1 höllinni að Varmá klukkan 14:00. Hvetjum stuðningsfólk til að mæta og hvetja Aftureldingu!

Fyrstu leikir tímabilsins

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Nú um helgina hefst Íslandsmótið í körfuknattleik og sendir Afturelding lið til leiks í flestum flokkum karla.  Fyrsta leik vetrarins á B-liðið í 10. flokki en þeir spila í 3. deild og mæta þeir Ármanni í N1 höllinni að Varmá kl. 14:30 í dag, laugardaginn 7. september.  Á morgun sunnudag mætir 11. flokkur liði ÍA klukkan 12:00 og fer sá …

Vetrarstarfið af stað á næstu dögum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Senn líður að því að vetrarstarf KKD – Aftureldingar hefjist og hefjum við leik á svipuðum tíma og grunnskólar Mosfellsbæjar.  Æfingartöflurnar eru klárar og eru í yfirlestri hjá Aftureldingu og við erum að undirbúa þjálfarana okkar og starfið allt. Ef allt gengur að óskum hefjast æfingar hjá yngstu hópunum 1.-4.bekk og 5.-6.bekk mánudaginn 26.ágúst n.k.  en eldri hópar, 7., 8. …