10. flokkur Aftureldingar, strákar fæddir 2009, hélt til Lettalands í byrjun febrúar þar sem þeir léku í Evrópudeild yngri félagsliða, EYBL keppninni (European Youth Basketball League). EYBL keppnin hefur verið haldin árlega síðustu 28 ár og er keppninni skipt upp í norður og suður deild og mismunandi aldurshópa U13, U15 , U16 , U17 og U20. Stjarnan sendi lið til …
77-74 og annar sigur strákanna staðreynd eftir rafmagnaðar lokasekundur í dag á EYBL
Strákarnir ætluðu svo sannarlega að mæta með háa orku í leik dagsins er þeir mættu liði frá Ungverjalandi, Zsiros Academy. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti komust í 10-2 og 16-6 þegar Ungverjarnir vöknuðu til lífsins og vissu ekki hvaðan á sér stóð veðrið. Strákarnir að spila vel og höfðu greinilega farið vel yfir það sem miður fór í gær. …
Tap fyrir spræku liði Ezerzeme í öðrum leik liðsins á EYBL
Strákarnir í 10.flokk léku sinn annan leik í Evrópudeild Yngri félagsliða (EYBL) í dag þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir ansi spræku og léttleikandi liði Ezerzeme frá Lettlandi. Leikurinn var allur í járnum og leiddu Lettarnir með 1 stigi eftir fyrsta leikhluta 20-19. Sami barningur var inn í annan leikhluta þar sem bæði lið skiptust á góðum köflum …
10.flokkurinn á EYBL í Lettlandi 5-9.febrúar 2025 – Sigur í fyrsta leik 79-69
Tólf strákar úr 10. flokki Aftureldingar í körfubolta lögðu af stað miðvikudaginn 5. febrúar 2025 rétt fyrir gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir. Þeir rétt náðu flugtaki áður en öllum flugum til og frá landinu var aflýst. Fyrst var flogið til Helsinki og eru þeir núna mættir til Valmiera í Lettlandi og taka þátt í European Youth Basketball League. EYBL er …
Afturelding Körfubolti á ferð og flugi yfir helgina
Fjölmargir leikir voru leiknir um helgina hjá körfuknattleiksdeildinni þrír flokkar frá okkur léku víðs vegar um landið. Fyrst ber að nefna að 6. bekkur krakkar fæddir 2013 léku á sínu öðru körfuboltamóti í vetur en þeir fóru styðst að þessu sinni yfir lækinn í Grafarvoginn. Við sendum eitt lið til keppni í flokknum en það hefur verið virkilega góður stígandi …
Afturelding í undanúrslit bikarkeppni VÍS og KKÍ bæði í 10. og 11. flokki karla eftir góða sigra um helgina sem leið
Föstudaginn 3. janúar héldu strákarnir suður með sjó og léku gegn flottu liði Njarðvík í nýrri og stórglæsilegri höll þeirra Njarðvíkinga, IceMar höllinni. Njarðvíkingar tóku húsið í noktun núna í október og enn eitt glæsilegt körfuboltahúsið orðið að veruleika í landinu og ekki laust við öfund hjá okkur Mosfellingum, sannarlega eitthvað sem við eigum að láta okkur dreyma um. En …
Íþróttafólk Aftureldingar 2024
Milli jóla og nýárs heldur aðalstjórn Aftureldingar viðburð þar sem íþróttamenn og konur, lið og einstaklingar eru heiðruð fyrir árangur á liðnu ári. 10.flokki karla, strákar fæddir 2009 var að þessu sinni veittur Hvatabikar aðalstjórnar félagsins fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2024 en þeir urðu einmitt íslandsmeistarar í fyrsta skipti í sögu körfuknattleiksdeildar Aftureldingar síðastliðið vor. Þetta er sannarlega hvatning …
Fimm leikmenn Aftureldingar í æfingahópum yngri landsliða!
Í upphafi desember voru valdir fyrstu æfingahópar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik fyrir sumarið 2025. Afturelding körfubolti á nú fimm leikmenn í þessum hópum. Sannarlega frábærar fréttir og viðurkenning fyrir starfið okkar í heild í Mosfellsbænum. Við erum ótrúlega stolt og ánægð að fá þessar fréttir og á sama tíma algjörlega sannfærð um að þetta sé rökrétt framhald af öflugri …
1.-4. bekkur á Fjölnismóti – Fyrsta mót vetrarins hjá okkar yngstu iðkenndum.
ALGJÖR SNILLD ! Mikið sem ég er stoltur og glaður að tilheyra svona ört vaxandi og flottri körfuboltadeild í Mosfellsbænum. Það voru 58 börn skráð frá Aftureldingu raðað í 11 liðum frá okkur á mótið hjá Fjölni nú um helgina og þau spiluðu 66 leiki með bíóferð, sundferð, sumir skelltu sér á skauta á meðan aðrir eyddu tímanum saman og …
Íslandsmótið hafið hjá eldri flokkunum
Afturelding sendir lið til keppni í 7.-10. bekk karla í körfubolta en einnig spilar 10. flokkur sem 11. flokkur (fyrsti bekkur í menntaskóla). Eldri yngri flokkarnir hafa einnig hafið leik í Íslandsmótinu. 10.-11. flokkur- Þessir flokkur er á góðu róli en 10.-11. flokkur, leikmennirnir sem urðu Íslandsmeistarar síðastliðið vor hefja titilvörnina ágætlega hafa þegar þetta er skrifað spilað 4 leiki, …