Sævaldur áfram hjá Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Starfinu í körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár.  Það er ekki síst yfirþjálfara deildarinnar, Sævaldi Bjarnasyni, að þakka sem kom að deildinni árið 2015 og voru þá um 15 iðkendur í deildinni en nú 9 árum seinna eru iðkendur orðnir rúmlega 160 og fjöldin því tífaldast á þessum tíma.  Stjórn deildarinnar hefur nú gert samning við Sævald …

Fréttir úr körfuboltastarfinu

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Starfið í körfunni er í fullum gangi en hér koma nokkrar fréttir frá okkur: Dósasöfnun hjá 7.-10. flokki fór fram í gær laugardaginn 2. mars en á milli 50 og 60 einstaklingar tóku þátt í söfnunni að þessu sinni, iðkendur og foreldrar.  Gengið var í hús í öllum Mosfellsbæ í frábæru sólríku veðri.   Vel safnaðist að þessu sinni og frábær …

Körfuboltamaraþon

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Nú stendur yfir körfuboltamaraþon hjá drengjum í 8.-10. flokki sem eru að safna sér fyrir keppnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar í vor.  Ragnar Ágúst gerði þetta stórskemmtilega myndaband í byrjun dags en strákarnir hófu maraþonið klukkan 8 í morgun og verða til klukkan 20 í kvöld.  Ekki var hægt að vera allan daginn í körfubolta þar sem aðrar deildir Aftureldingar …

Áfram í æfingahóp U15

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Þrír iðkendur yngri flokka Aftureldingar í körfuknattleik hafa verið valdir í áframhaldandi æfingahóp yngri landsliða. Þeir eru allir í æfingahóp U15: Björgvin Már Jónsson Dilanas sketrys Sigurbjörn Einar Gíslason Það er virkilega ánægjulegt að iðkendur okkar veki eftirtekt og fái að sýna hæfileika sína á stærra sviði. Innilega til hamingju strákar! Áfram Afturelding https://www.kki.is/frettir/frett/2024/01/26/Yngri-landslidin-Aefingahopar-lidanna-fyrir-februar-aefingar/?pagetitle=Yngri+landsliðin%3a+Æfingahópar+liðanna+fyrir+febrúar+æfingar

Sigur í Borgarnesi – Afturelding í undanúrslit VÍS bikarsins

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

9.flokkur karla kominn í undanúrslit VÍS bikarkeppni KKÍ eftir öruggan 38 stiga sigur í Borgarnesi í kvöld 82-44. Aftureldingarstrákar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 15-2 forystu strax í upphafi leiks. Borgnesingar settu á lokamínútum fyrsta leikhluta þrjár 3ja stiga körfur og munurinn 19-12 eftir fyrsta leikhluta. Mikill kraftur var í hópnum í upphafi 2. leikhluta þar sem …

Gleðilegt nýtt körfuboltaár

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Stjórn, þjálfarar og allir þeir sem að starfi KKD – Aftureldingar koma, óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu sem nú er gengið í garð 2024. Körfuboltaárið 2023 einkenndist af mikilli fjölgun í flokkunum okkar með þeim vaxtarverkjum sem því fylgja. Farið var í æfingaferð á erlenda grundu í fyrsta skipti, vonandi sú fyrsta af mörgum slíkum, …

Frábær foreldraæfing núna í morgunsárið hjá 1-4.bekk

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Vel yfir 100 manns foreldrar og krakkar léku við hvurn sinn fingur þar sem krakkarnir sýndu foreldrum sínum hvar Davíð keypti ölið og líka hvað þau hafa æft vel og bætt sig. Unnu foreldra nokkuð sannfærandi, sögðu þau amk Stjórn kkd, yfirþjálfari og þjálfarar deildarinnar þakka kærlega fyrir önnina en nú er jólafrí hafið í þessum flokkum og æfingar hefjast …

Jólafjör Aftureldingar körfubolta

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuboltadeild Aftureldingar ætlar að bjóða upp á æfingar núna í jólafríinu eins og áður! Okkur finnst svo skemmtilegt að æfa og vera saman og því kjörið að bjóða upp á æfingar fyrir þá sem langar að æfa meira og vera fyrr á daginn nú þegar grunnskólarnir fara í jólafrí. Við munum bjóða 5.-10.bekk að æfa og allir velkomnir að mæta. …

52 leikir spilaðir í yngri flokkum körfunnar í liðinni viku!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

1-4.bekkurinn okkar spilaði á Jólamóti Vals núna um helgina þar sem gleðin var við völd.  Við mættum með 11 strákalið og eitt stelpulið á mótið, hvert lið lék fjóra leiki og því voru um 48 leikir spilaðir af okkar fólki um helgina.    Hátt í 50 krakkar fóru frá okkur og hafði Óli Jónas á orði hversu frábærir krakkarnir voru, mikil …