Nú styttist í að fyrri hluta keppnistímabilsins ljúki hjá körfuboltafólki í Aftureldingu en núna um helgina voru fjölmargir leikir spilaðir af okkar fólki. 5.bekkurinn, sem kallast minnibolti 10 ára, spilaði í glæsilegum Ólafssal þeirra Hafnfirðinga. Leikið var í 2. umferð Íslandsmótsins og sendum við tvö lið til keppni. Skemmst frá því að segja að af 8 leikjum sem leiknir voru …
Landsliðshópar KKÍ
KKÍ og landsliðsþjálfarar hafa valið æfingahópa sem æfa í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa, liðin hittast svo nokkrum sinnum í vetur og næsta vor áður en endanlegir hópar verða valdir í verkefni sumarsins 2024. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt af því að eiga fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum í ár. Þau sem valinn voru frá okkur eru …
Afturelding áfram í VÍS bikarnum
Á laugardaginn mætti 9. flokkur Aftureldingar liði Grindavíkur í VÍS bikarnum. Leikurinn var heimaleikur Greindvíkinga og fór hann fram í Sandgerði. Um var að ræða 16 liða úrslit en áður hafði Afturelding keppt við Stjörnuna C í 32 liða úrslitum og haft betur. Fyrri hálfleikur var brokkgengur hjá okkar mönnum og var Grindavík yfir í hálfleik, 25-33. Sævaldur Bjarnason, þjálfari …
Hefur þú gaman af körfubolta?
Finnst þér skemmtilegt að horfa á eða fylgjast með boltanum en værir alveg til í að prófa þessa frábæru íþrótt og veist alls ekki hvar þú ættir að koma og prófa? Þá erum við í Aftureldingu einmitt staðurinn fyrir þig því að á þriðjudagskvöldum frá kl 20.30 í íþróttahúsinu við Lágafellslaug erum við með körfuboltaæfingar fyrir 16+ aldur. Hvort sem …
Körfuboltakrakkar á ferð og flugi
Krakkarnir okkar í Aftureldingu Körfubolta spiluðu um helgina fjölmarga leiki. 8. bekkurinn, krakkar fæddir 2010, spiluðu í 1. umferð Íslandsmótsins vestur í bæ um helgina. Hvar þeir sigruðu báða leiki sína á laugardaginn. Fyrst ÍA eftir hörkuleik og fylgdu því svo eftir með öðrum flottum sigri á KR-e. Á sunnudaginn lék liðið hreinan úrslitaleik gegn Haukum –b um hvort liðið …
Leikir helgarinnar í körfunni
Um helgina voru leikir í 9. og 10. flokki. Í gær, laugardag, fór 10. flokkur í heimsókn á Laugarvatn og kepptu við Laugdæli/Hrunamenn. Leikurinn byrjaði brösuglega fyrir okkar menn en í loka leikhlutanum duttu nokkrir þristar og komst spenna í leikinn. Leikurinn endaði þó með tapi okkar manna 74-68. Strákarnir sigruðu báða sína leiki í dag á heimavelli í Varmá …
Körfubolti – leikir um helgina
Íslandsmótið í 9. og 10. flokki drengja er komið á fullt í körfuboltanum. Um síðustu helgi lék Afturelding við Aþenu/Leikni í Austurbergi og tapaði naumlega með 2 stigum, 73-75. Á sunnudaginn lék svo lið 2 Aftureldingar í 9. flokki við Laugdæli/Hrunamenn í Varmá en liðið leikur í 4 deild. Eftir spennandi leik fór viðureignin samt svo að okkar menn töpuðu …
Uppfærð æfingatafla körfuknattleiksdeildar
Endanleg mynd er nú komin á æfingatöflu körfuknattleiksdeildar Aftureldingar, smávægilegar breytingar og einnig komnir inn tímar fyrir +16 hópinn. Skráning inn á www.afturelding.is/korfubolti en þar er hnappur fyrir Sportabler eða þá í gegnum App-ið.
Körfubolti – Hætt við breytingar á æfingatímum 1.-4. bekkjar
Við ætluðum að reyna að færa æfingatíma til í 1.-4. bekk vegna skörunar við knattspyrnuæfingar, Við mislásum frístundarútuna og flækjustigið sem þessu veldur sem er töluvert meira en hagræði af því að gera þetta. Við höfum þó ákveðið að æfingar á föstudögu færist yfir í Varmá en við höldum sömu tímum eins og fyrirfram var ákveðið. Þetta ætti því ekki …
Fyrirlestur um leikreglur í upphafi keppnistímabilsins
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar fékk Rúnar Birgi Gíslason, alþjóða eftirlitsmann FIBA, til að halda stuttan fyrirlestur um helstu leikreglur í körfuboltanum og fór kynningin fram þriðjudagskvöldið 29. ágúst. Þessi kvöldstund var hugsuð fyrir eldri iðkendur í körfubolta hjá Aftureldingu og foreldra til að öðlast betri skilning á störfum dómara og helstu reglum íþróttarinnar. Á sama tíma er verið að undirbúa iðkendur til …