2 Íslandsmeistaratitlar á MÍ 15-22 ára innanhúss 2019

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Kaplakrika helgina 26-27 janúar.  Tveir keppendur Aftureldingar nældu sér í Íslandsmeistaratitil. Dóra Kristný Gunnarsdóttir sigraði þrístökk stúlkna 18-19 ára með stökki upp á 10,52 mtr og Guðmundur Auðunn Teitsson sigraði kúluvarp pilta 16-17 ára með kasti upp á 12,41 mtr.  Þá var Elsa Björg Pálsdóttir í öðru sæti í hástökki stúlkna 16-17 ára með stökk upp á 1,49 mtr og Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir varð í öðru sæti í 1500 mtr hlaupi stúlkna 15 ára á tímanum 6:09,46. Öll úrslit mótsins er hægt að skoða hér http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI1522I-19

Frjálsíþróttadeild Aftureldingar óskar keppendum og verðlaunahöfum sérstaklega til hamingju með frábæran árangur. Mótið var afar skemmtilegt og vel skipulagt og fjölmörg mótsmet voru sett.