22. stórmót Gogga galvaska að baki!

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFréttir, Frjálsar

Til mótsins komu þátttakendur frá 13 félögum af öllu landinu.  Þátttakendur gerðu allir sitt besta og voru sér og sínum íþróttafélögum til mikils sóma. Margir góðir  gestir komu í heimsókn, meðal annarra afreksfólk í frjálsíþróttum sem tók m.a. að sér að dæma í nokkrum greinum.  Einnig kepptu sem gestir í mótslok, tveir af okkar bestu karlkyns spjótkösturum.  Þeir stórbættu árangur sinn og setti annar þeirra, Örn Davíðsson,  Íslandsmet í sínum aldursflokki (ungkarla) með kasti upp á 75,96 m., við mikinn fögnuð viðstaddra.  Þetta er líka vallarmet á Varmárvelli. Báru spjótkastararnir mikið lof á allar aðstæður og þá miklu hvatningu sem þeir fengu frá áhorfendum sem voru fjölmargir.  Myndir frá mótinu má sjá á Facebooksíðu Gogga sjálfs og yfirlit úrslita má sjá á vef FRÍ http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1854.htm Stjórn frjálsra vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum, foreldrum, aðstandendum og velunnurum  sem störfuðu á mótinu en þó  sérstaklega þeim eldri iðkendum sem unnu um helgina til að gera yngri iðkendum kleift að taka þátt í skemmtilegu móti.