Barion stund – Frjálsíþróttamót

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Frjálsíþróttadeildir Aftureldingar og Fjölnis í samstarfi við Barion Matbar stóðu fyrir stuttu og skemmtilegu frjálsíþróttamóti í frábæru veðri á Varmárvelli miðvikudaginn 1. Júlí s.l. Keppt var í 100 mtr, 200 mtr og 1500 mtr hlaupum í fullorðinsflokki og kúluvarpi í öllum flokkum. Sterkir keppendur mættu og nokkrar eldri hetjur mættu til að styðja við keppendur. Þar ber helst að nefna Pétur Guðmundsson kúluvarpara en hann setti einmitt Íslandsmetið í kúluvarpi karla á þessum velli fyrir rétt tæpum 30 árum en hann kastaði þá 21,26 metra. Allir sigurvegarar fengu gjafabréf hjá Barion Matbar í verðlaun og nokkur aukabréf voru dregin út fyrir heppna keppendur. Við þökkum Barion kærlega fyrir stuðninginn og hvetjum alla til að kíkja á þeirra frábæra matsölustað í Mosfellsbæ. Öll úrslit mótsins er hægt að skoða á mótaforriti FRÍ hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000663