Frjálsíþróttadeild Aftureldingar þarf því miður að fresta upphafi tímabils vegna þjálfaraleysis.
Iðkendur í 1. og 2. bekk geta þó skráð sig í íþróttablönduna, þar sem sund, blak og frjálsar sameinast í verkefni. Hægt er að skrá í íþróttablönduna HÉR.
Frjálsíþróttadeild Afturelding óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka í frjálsum íþróttum.
Þar sem um yngri flokka er að ræða er ekki þörf á mikilli sérhæfingu í frjálsum íþróttum og við höfum reyndan yfirþjálfara sem getur leiðbeint og aðstoðað við uppsetningu æfinga. Aðal málið er að viðkomandi hafi neista til að hrífa krakkana með í íþróttastarfið.
Um er að ræða þjálfun á 8 til 14 ára. Tímataflan er hér að neðan. Æfingar fara fram í Sal 3 í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ.
Æfingar eru þrisvar í viku, tvo tíma í senn. Greitt er fyrir viðveru auk undirbúningstíma. Þá má vel skoða að greiða fyrir akstur að auki ef viðkomandi þarf að ferðast langt.
Eins er mögulegt að tveir einstaklingar taki þetta saman og skipti á milli sín dögum ef það hentar betur.