Fulltrúar Aftureldingar með íslenska landsliðinu

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslenska kvennalandsliðið í blaki er nú að spila leiki í undankeppni EM og hafa þær spilað 3 leiki alla erlendis. Þær eru nýkomnar úr 10 daga keppnisferðalagi um Tékkland, Svartfjallaland og Finnland þar sem matareitrun herjaði á liðið og starfsfólk. Nú er komið að leikjunum á Íslandi og er fyrsti leikurinn á morgun,laugardaginn 3.sept. kl 15:00 og taka stelpurnar á móti sterku liði Finnlands. Næst spila stelpurnar á miðvikudaginn og síðasti leikurinn er á sunnudaginn þann 11.september. Leikið er í íþróttahúsi Digraness og hvetjum við allt blakáhugafólk að flykkjast þangað og styðja stelpurnar okkar.

Afturelding á 7 fulltrúa í liðinu sjálfu auk þess sem aðalþjálfari landsliðsins er þjálfari meistaraflokka karla og kvenna í Aftureldingu. Sjúkraþjálfari liðsins er einnig fædd og uppalin í Mosfellsbæ og Aftureldingu  og liðsstjórinn spilaði með Aftureldingu í neðri deildum í nokkur ár.

Á myndinni frá vinstri talið: Kristín Reynisd. sjúkraþjálfari, Rut Ragnarsdóttir,Tinna Rut Þórarinsdóttir, María Rún Karlsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttirm Daníela Grétarsdóttir,Valdís Unnur Einarsdóttir,Lejla Sara Hadziredzepovic, Borja Gonzalez Vincente þjálfari og Berglind Valdimarsdóttir liðsstjóri.