Íslandsmeistaratitill á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Afturelding átti 3 keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór helgina 25. og 26. Júlí s.l.

Gylfi Ingvar Gylfason gerði sér lítið fyrir og sigraði langstökkskeppnina með stökki upp á 6,82 metra. Þetta var aðeins einum sentimetra frá hans besta árangri.

Þá átti Guðmundur Ágúst Thoroddsen gott mót og varð í öðru sæti í 200 metra hlaupi á tímanum 22,27 og þriðji í 100 metra hlaupi á tímanum 10,95 sem er nálægt hans besta árangri.

Við óskum keppendum til hamingju með góðan árangur á mótinu.

Öll úrslit mótsins má finna á mótavef FRÍ www.thor.fri.is