Afturelding með fullt hús í 1. deildinni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding heimsótti Fjölni í 1.deild karla í gær og vann góðan 11 marka sigur 21-32.
Jafnræði var með liðunum í byrjun en Afturelding seig hægt og rólega fram úr og var staðan 10-16 í hálfleik fyrir okkar menn.

Seinni hálfleikur var svipaður og náðu okkar menn að auka muninn í lok leiksins í 11 mörk.
Í heildina var leikurinn ágætlega spilaður hjá Aftureldingu, menn voru að gera góða hluti en það var mjög slæmt að horfa á allan þann fjölda dauðafæra og hraða upphlaupa sem fóru forgörðum hjá Aftureldingu og það er hlutur sem menn verða að laga fyrir næstu leiki.

Fannar,  Böðvar og Örn Ingi voru sprækastir í  jöfnu liði Aftureldingar.
Næsti heimaleikur er í Coca Cola bikarnum á sunnudag gegn Fjölni og hefst leikurinn kl 16.00.