Allir á Þorrablót!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti, Knattspyrna

Þorrablótið verður haldið laugardaginn 21. janúar í íþróttahúsinu að Varmá. Húsið opnar klukkan 19 og hefst borðhaldið klukkan 20. Veislustjóri verður Halldór Gylfason leikari.
Þorrablót Aftureldingar er árlegur stórviðburður í skemmtanalífi Mosfellinga og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta. Miðaverð er 6900 krónur og eru miðar seldir á Olís.
Eftir borðhald verður slegið upp sannkölluðum stórdansleik þar sem Ingó og veðurguðirnir halda uppi fjörinu. Miðar á dansleikinn kosta 2500 í forsölu á Olís en 3000 krónur við innganginn.
Koma svo Mosfellingar!