Fimm strákar af 17 frá Aftureldingu í 19 ára landsliði Íslands.

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Það er sérstaklega gaman frá því að segja að Afturelding á 5 af 17 strákum í 19 ára landsliði Íslands sem nýbúið er að velja  til æfinga 20. – 22. desember og til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26. – 30. desember.

Þetta eru strákar sem hafa fengið tækifæri með meistaraflokki í vetur  hjá Gunna Magg og Stefáni Árnasyni og gert góða hluti. Mikið hrós á þessa stráka.

Þetta er einnig mikið hrós fyrir okkar unglingastarf.  Allir þessir strákar hafa gengið i gegnum starfið hjá okkur frá því að þeir voru litlir pjakkar. En það er á engan hallað að þakka Stefáni Árnasyni mikinn þátt í þeirra velgengni.  Stefán hefur þjálfað þessa stráka og þriðja flokk félagsins síðustu ár og á stóran þátt í velgengni þeirra.

U-19 karla:

Daníel Bæring Grétarsson

Harri Halldórsson

Sigurjón Bragi Atlason

Stefán Magni Hjartarson

Ævar Smári Gunnarsson

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti