Meistaraflokksráð kvenna í handknattleik hefur ákveðið að draga lið Aftureldingar úr keppni í Olísdeildinni næsta keppnistímabil, þ.e veturinn 2014 – 2015 og leika þess í stað í utandeildinni.
Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Aftureldingu við að koma upp meistaraflokk kvenna og hefur lið Aftureldingar síðastliðin tvö ár keppt í efstu deild. Í sumar varð fækkun í liðinu þegar eldri og reyndari leikmenn liðsins hættu og því er stór hluti meistaraflokksins í dag ungir leikmenn sem leika með 3.flokk félagsins. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að meistaraflokkur muni spila í utandeildinni næsta vetur.
Stefnt er að því að meistaraflokkur Aftureldingar spili í efstu deild að ári.
F.h meistaraflokksráðs kvenna
Jóhannes Jóhannsson
Formaður.