Handbolti yngri flokkar 11. til 14.október
Hæfileikamótun HSÍ fyrir 2011 árganginn fór fram um helgina í Egilshöll. Þar átti Afturelding fjóra leikmenn eða Emmu Guðrúnu Ólafsdóttur, Steinunni Maríu Þórarinsdóttur, Natan Nóel Vignisson og Alex Þór Sveinsson.
Markmið Hæfileikamótunar HSÍ er fyrst og fremst að fylgjast með yngri leikmönnum félaganna og fjölga þeim iðkendum sem fylgst er með á landsvísu, veita þeim aðhald og undirbúning fyrir komandi landsliðsval og landsliðsverkefni. Hæfileikamótun er einnig mikilvægur vettvangur fyrir krakkana til að æfa saman á hæsta getustigi þessa aldursflokks en um leið búa til og byggja upp þéttan hóp iðkenda sem skipa munu yngri landslið HSÍ á komandi árum.
Fyrstu mótum 5. flokks og yngri lauk núna um helgina með móti hjá 7. flokki.
7.flokkur karla var með 30 stráka eða 6 lið á móti í Víkinni um helgina. 7.flokkur kvenna var með 17 stelpur eða 4 lið á móti hjá FH um helgina. Virkilega gott mót hjá krökkunum og margir að stíga sín fyrstu skref í handbolta. Framtíðin er greinilega björt.
1.lota 3. og 4. flokks er í fullum gangi og hér að neðan má sjá úrslit helgarinnar.
4. flokkur karla spiluðu 3 leiki um helgina og unnu alla. Lið 1 vann Stjörnuna á útivelli 30-23, lið 2 vann Selfoss á útivelli 32-20 og lið 3 vann Þór frá Akureyri að Varmá 27-24.
3.flokkur kvenna hélt sigurgöngu sinni áfram og vann ÍR á útivelli 22-20 á sunnu daginn og eru ósigraðar í sínum ríðli.
Strákarnir í 3. flokki halda áfram að gera frábæra hluti og lið 1 vann Hauka á útivelli 36-32, lið 2 spilaði ekki um helgina en lið 3 gerði jafntefli við ÍR að Varmá 25-25.
Lið 1 er ósigrað og efst í A riðli sem er efsta deild 3.flokks. Sama má segja um lið 2 en þeir eru efstir í C riðli og ósigraðir. Lið 3 er einnig í efsta sæti D riðils og hafa gert tvö jafntefli og þrjá sigra.
Minni á handboltapassann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.