Hæfileikamótun HSÍ fyrir 2011 árganginn fer fram helgina 14. til 16. febrúar . Afturelding á þar fimm leikmenn eða Emmu Guðrúnu Ólafsdóttur, Erna Karenu Hilmarsdóttir, Söru Katrínu Reynisdóttir , Natan Nóel Vignisson og Alex Þór Sveinsson.
Markmið Hæfileikamótunar HSÍ er fyrst og fremst að fylgjast með yngri leikmönnum félaganna og fjölga þeim iðkendum sem fylgst er með á landsvísu, veita þeim aðhald og undirbúning fyrir komandi landsliðsval og landsliðsverkefni. Hæfileikamótun er einnig mikilvægur vettvangur fyrir krakkana til að æfa saman á hæsta getustigi þessa aldursflokks en um leið búa til og byggja upp þéttan hóp iðkenda sem skipa munu yngri landslið HSÍ á komandi árum.
Það er mikil spenna komin í krakkana enda nálgast lokaval á þeirra fyrsta landsliðshóp sem valinn verður í maí en fyrst eru tvær æfingahelgar næstu helgi og 9.-11.maí. Svo verður lokahópur valinn æfinga helgina 23.-25.maí af yfirþjálfara Hæfileikamótunar HSÍ. Um 25 drengir og 25 stúlkur komast á lokaæfingahelgina.
Óskum þessum flottu krökkum til hamingju og hlökkum til að sjá þau á gólfinu með landsliðinu á næstu árum.
Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti