5. flokkur og yngri
5. flokkur kvenna eldra ár
Frábær helgi að baki á Akureyri á móti hjá Þór/KA þar sem stelpurnar bættu helling við reynslubankann – bæði utan vallar sem innan. Stelpurnar eru búnar að standa sig með prýði, æfa sig helling í liðsheild og að fagna bæði sínum eigin sigrum og framförum inni á vellinum – sem og einnig sigrum og framförum sinna liðsfélaga. Og það voru fleiri en einn og fleiri en tveir sem komu að máli við okkur hjá Aftureldingu og hrósuðu stelpunum fyrir algerlega frábæra stemningu á pöllunum – og hrósuðu þeim einnig fyrir þvílíka gleði og kurteisi í garð annarra, vel gert. Eða eins og Þórunn fararstjóri sagði ”verð að viðurkenna að það var alls ekki leiðinlegt að vera í Aftureldingargallanum í báðum leikjunum við KA – á heimavelli þeirra – og stemmarinn í liðinu okkar þegar heyrðist ,,Áfram Afturelding” yfirgnæfði allan leiktímann hvatningu heimaliðsins. ” Síðan var algerlega frábært að sjá hversu vel Katrín og Ásdís halda utan um hópinn – og sjá hvað stelpurnar hlusta vel á þær og bera mikla virðingu fyrir þeim. Stelpurnar fá stóra hrósið fyrir frábæra helgi!
5. flokkur karla eldra ár
5. flokkur karla voru á móti hjá HK síðustu helgi. Þeir unnu tvö leiki og töpuðu tveimur naumlega og voru aðeins hársbreidd frá því að vinna sig upp um deild. Flottir strákar þarna á fer
6. flokkur karla eldra ár
Strákarnir í 6. flokki karla eldra ár var á móti hjá Val. Lið 1 var hársbreidd frá því að vinna sig upp í fyrstu deild en þeir unnu tvo leiki, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli. Voru jafnir liðinu sem komst upp en með aðeins lakari markatölu. Lið 2 var í mjög jöfnum riðli og mjótt á munum í öllum leikjum. Glæsilegur árangur hjá þessum flottu efnilegu strákum.flokkur karla og kvenna
8. flokkur karla og kvenna
Strákarnir okkar i 8. flokki voru á sínu þriðja móti hjá Gróttu Seltjarnarnesi og stóðu sig frábærlega um seinustu helgi, miklar bætingar milli móta og gleðin i fyrirrúmi. Fórum með 7 lið, gríðarlega góð þátttaka hjá flokknum. Krakkarnir bíða spenntir eftir lokamóti ársins sem fram fer 8. til 9. apríl hjá Fram.
8. flokkur kvenna spilaði á sínu þriðja móti í vetur á sunnudaginn en mótið fór fram á Seltjarnarnesi. Það hefur fjölgað í flokknum sem eru gleðitíðindi og við gátum stillt upp þremur liðum þar sem margar voru að keppa í handbolta í fyrsta skipti. Mótið gekk vel hjá stelpunum og fóru allir mjög sàttir heim, handboltastelpurnar , mömmur , pabbar og ömmur og afar sátt ásamt þjálfara. Næsta mót hjá 8. flokki kvenna fer fram 8. til 9. apríl hjá Fram.
Næstu mót 5. flokk og yngri.
Næstu mót eru svo í mars/apríl og förum við nánar yfir þau mót í næstu fréttum.
Tímasetningar má sjá nánar hjá HSÍ: https://www.hsi.is/5-8-flokkur-2024-2025/
3. flokkur og 4. flokkur
Lota þrjú er að hefjast í 3. og 4. flokki og hægt að nálgast allar upplýsingar um leiki á heimasíðu HSÍ sjá Stöðutöflur – HSÍ. Hvet alla til að fylgjast með og kíkja á strákana sem eiga möguleika á deildarmeistaratitlum bæði í 4. og 3. flokki.
Minni á handboltapassann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.
Minnum einnig á leiki hjá meistarflokki karla og kvenna í vikunni
Á fimmtudagskvöldið spila strákarnir í Olís deildinni við HK á heimavelli og föstudagskvöldið stelpurnar í Grill 66 deildinn við Víking á útivelli.
Verum dugleg að koma með krakkana á leiki meistaraflokkanna, þau fá frítt á þessa leiki og alltaf gaman að sjá okkar krakka fylla stúkuna á leikjum og hvetja okkar lið.
Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti
Myndir 5. flokkur kvenna lið 1 og 2 á Akureyri helgina 7. til 9. febrúar