Handbolti yngri flokkar 12. til  18. nóvember

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Úrslit vikunnar og næstu mót

Mótaröð 2 –  5. flokks og yngri lauk núna um helgina með móti hjá 7. flokki.

7.flokkur

7.flokkur kvenna spilaði á sínu öðru móti í vetur og var það haldið í Mýrinni Garðabæ. Eins og á fyrsta mótinu vorum við með 4 lið, 17 stelpur. 7. flokkur karla lék einnig á sínu öðru móti í vetur á Ásvöllum hjá Haukum. Afturelding var með 32 stráka skráða til leiks, 6 lið.

Það er gaman að segja frá þvi að framfarir eru miklar frá fyrsta móti hjá þessum  flottu krökkum og það er mikill áhugi hjá þeim fyrir íþróttinni. Öll liðin stöðu sig mjög vel þar sem gleðin var ríkjandi og allir fóru heim með bros á vör..

Margir krakkar hér að stíga sín fyrstu skref í handbolta. Framtíðin er greinilega björt í Mosfellsbænum.

 

 

 

 

 

 

 

Næst mót 5. flokk og yngri

Næsta mót er svo bikarmótin sem haldin verða í lok nóvember og byrjun desember sjá nánar hér að neðan. Þriðja mótaröðin um Íslandsmeistaramótinu  fer svo fram í lok janúar og byrjun febrúar.  Nánari fréttir af því  á nýju ári.

Bikarmótin framundan:

  • flokkur karla eldri helgina 29.nóvember – 1. desember. Mótsstaður óákveðinn. FH átti að sjá um mótið en vegna kosninga geta þeir ekki verið með það og  er enn verið að finna því stað
  • flokkur karla yngri helgina 6.-8. desember hjá Haukum .
  • flokkur kvenna 29.nóv –1. desember  hjá HK
  • flokkur karla eldri 29.nóv –1. desember hjá Fylki
  • flokkur karla yngri 6.-8. desember hjá Fjölni
  • flokkur kvenna eldri 29.nóv –1. desember hjá Víkingi
  • flokkur kvenna yngri 6.-8. desember hjá Fylki
  • Ekki eru bikarmót hjá 7. og 8. flokki
2. lota 3. og 4. flokks er komin á fullt skrið

2. lota er komin á fullt skrið og munum við segja nánar frá úrslitum leikja í næsta pistli en lotan hófst í síðustu viku og lýkur hjá strákunum 26. janúar en stelpun 2. febrúar. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um leiki og úrslit á heimasíðu HSÍ sjá  Stöðutöflur – HSÍ

Minni á  handboltapassann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.

Minnum einnig á leiki hjá meistarflokki karla í vikunni

 

Á föstudagsdagskvöldið spila strákarnir í Olís deildinni  við Gróttu að Varmá kl.19:30  en stelpurnar eru komnar í jólafrí vegna EM kvenna.

Verum dugleg að koma með krakkana á leiki meistaraflokkanna, þau fá frítt á þessa leiki og alltaf gaman að sjá okkar krakka fylla stúkuna á leikjum og hvetja okkar lið.

 

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti