Handbolti yngri flokkar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Helstu úrslit, æfingar um hátíðirnar, frábær mæting á fyrirlestur Loga og aukaeinstaklingstímar á sunnudögum.
Bikarmótum  5. flokks og yngri lauk núna um helgina.

Bikarmótunum lauk um helgina hjá 5. flokki. Afturelding eignaðist enga bikarmeistara að þessu sinni en vorum nálægt því hjá mörgum liðum.  Mótið var góð reynsla í bankann, miklar framfarir og gleðin skein úr hverju andliti.

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum þó nálægt því að eignast bikarmeistara í 6. flokki eldri kvenna og karla A úrslitum og 6. flokki yngri karla og kvenna C úrslitum. En í öllum þeim tilvikum voru þessi lið  aðeins hársbreidd frá titli. Sem dæmi voru stelpurnar í 6. flokki yngri jafnar bikarmeisturunum FH að stigum en ekki skráðir sigurvegarar þar sem þær töpuðu með einu í innbyrðisviðureign. Hefðu þó með réttu átt að vera með einu stigi meira þar sem mistök urðu í dómgæslu og fengu dæmt á sig mark sem fór í svokallaða aukaþverslá í bak markvarðar og inn. Rétt dómgæsla hefði verið yfir markið en allir gera mistök en þessi urðu til þess að stelpurnar gerðu jafntefli en ef þær hefðu unnið, hefðu þær orðið bikarmeistarar.

Vel gert hjá krökkunum og  einkar glæsilegt hjá stelpunum í 6. flokki C úrslitum þar sem þær eru í raun í 7. flokki og spiluðuðu upp fyrir sig að þessu sinni. Öll úrslit má finna á þessum link: https://islandsmot24-25.torneopal.com/

Næstu mót 5. flokk og yngri.

Næstu mót eru svo í lok janúar/byrjun febrúar og förum við nánar yfir það á nýju ári.

Tímasetningar má sjá nánar hjá HSÍ:  https://www.hsi.is/5-8-flokkur-2024-2025/

2. lota 3. og 4. flokks er komin á fullt skrið.

2. lota er komin á fullt skrið og munum við segja nánar frá stöðu í hverjum flokki á nýja árinu þegar lotan er lengra á veg komin.  Lotunni  lýkur hjá strákunum 26. janúar en stelpunum  2. febrúar. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um leiki og úrslit á heimasíðu HSÍ sjá  Stöðutöflur – HSÍ

Minni á  handboltapassann þar sem hægt er að sjá alla leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.

Opnunartími og æfingar um jól og áramót.

3. 4. 5. og 6. flokkur mun æfa eins og opnunartími hússins leyfir og munu þjálfarar halda ykkur upplýstum um æfingar í gegnum Abler.

Aðrir flokkar taka sér pásu þegar skólunum lýkur og byrja aftur þegar skólarnir hefjast.

Hér má sjá opnunartímann að Varmá yfir jólatímann:

  1. des – opið 9 til 16.
  2. des– opið 8 til 12.
  3. og 26.des – Lokað
  4. til 30. des venjulegur opnunartími
  5. des. – opið 8 til 13.
Fyrirlestur Logi Geirsson.

Við viljum þakka  foreldrum og iðkendum fyrir að koma og hlýða á fyrirlestur Loga Geirs um ”Hvað einkennir árangursríkar liðsheildir?” Frábær mæting á þennan flotta fyrirlestur og við hjá BUR stefnum á annan áhugaverðan fyrirlestur í lok febrúar.

 

 

 

Nýtt – opið á sunnudögum fyrir aukaæfingar fyrir 5. 4. og 3. flokk.

Handboltinn á sal 1 og 2 á sunnudögum sem eru nýttir til leikja og aukaæfinga hjá meistara- og yngri flokkum. Nú bjóðum við  þá nýjung að krökkum í 5. 4. og 3. flokk verður frjálst að koma og taka einstaklingsæfingar þegar þessir tímar eru ekki nýttir.

Til að byrja með munum við spila þetta af fingrum fram og salurinn er opinn þeim sem vilja koma og taka aukaséræfingu hvort sem þeir eru horna-, línu-, útispilarar eða markmenn. Ef til vill verða þjálfarar á staðnum til að hjálpa ef þeir eiga lausan tíma.

BUR mun senda út á Abler á fimmtudögum  eða föstudögum hvaða salir og á hvaða tíma þetta er í boði komandi helgi.

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti