Handbolti yngri flokkar 22. til 28. október.
Nú er fyrstu lotu lokið hjá 4. og 3. flokki karla, 3. flokkur kvenna á tvo leiki eftir og mótaröð tvö að hefjast hjá 5. flokk og yngri.
Sjá úrslit vikunnar og mót framundan hjá þeim yngri.
3. flokkur karla
Eins og við sögðum frá í siðustu viku vann lið 1 fyrstu deildina(A riðil) og vonandi aðeins fyrsti áfangi þeirra í að verða deildarmeistarar þetta árið og í framhaldinu Íslandsmeistarar.
Lið 2 vann 3. deildina(C riðil) og spilar í annari deild(B riðli) í næstu lotu.
Taka skal fram að lið 1 og 2 unnu alla sína leiki og voru því með fullt hús stiga.
Lið 3 var í öðru sæti í fjórðu deildinni(D riðli) eftir tap í úrslitaleik um fyrsta sætið laugardaginn 26. október á móti FH á útivelli 26-22. Þeir fara líka upp um deild en tvö lið fara upp og tvö niður í deild í hverri lotu.
Frábær byrjun á tímabilinu hjá strákunum í 3. flokki.
4. flokkur karla.
Lið 1 spilaði tvo síðustu leikina í lotu 1. Fyrst við Hauka þriðjudaginn 22. október á útivelli og unnu nokkuð örugglega 24-32 og seinni leikurinn var við Val að Varmá laugardaginn 26. október sem tapaðist naumlega 29-33. Þetta þýðir að lið 1 fékk jafn mörg stig og Valur í öðru til þriðja sæti í fyrstu deild(A riðli).
Lið 2 spilaði einnig tvo síðustu leikina í sínum riðli í lotu 1 og gerði jafntefli fimmtudaginn 24. október við FH 32-32 en tapaði á heimavelli á móti Fram laugardaginn 26. október 27-32. Þetta þýðir að lið 2 fer upp um deild og spilar í 2. deild(B riðli) í næstu lotu
Lið 3 spilaði ekkert í þessar viku og hefur lokið sínum leikjum í þessari lotu eins og kom fram í síðasta pistli.
Við eigum þá í næstu lotu lið í fyrstu deild(A riðli), 2 deild(B riðli) og strákarnir á yngra árinu eru svo í 5. deild(E riðli) og stóðu sig vel þar. Glæsilegur árangur hjá þessum flottu strákum.
3 flokkur kvenna
Stelpurnar spiluðu einn leik í þessari viku eða við Víking á heimavelli sunnudaginn 27. október og töpuðu 27-35. Stelpurnar eru í harðri baráttu um að komast upp um deild og spila tvo síðustu leikina í vikunni eða við Fram á þriðjudaginn 29. október og svo aftur við Víking á útivelli sunnudaginn 1. nóvember. Riðillinn er mjög jafn og verður gaman að sjá stelpurnar í tveim síðustu leikjunum.
Minni á handboltapassann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.
5. flokkur og yngri
Önnur mótaröð hjá 5. flokk og yngri hefst svo næstu helgi og lýkur helgina 16. til 17. nóvember. Veit að krakkarnir iða í skinninu að takast á við næsta mót og verður gaman að fylgjast með þeim. Afturelding heldur eitt af þessum mótum eða 8.flokks mótið laugardaginn 9. nóvember. Þá eigum við von á mörg hundruð krökkum í hús ásamt foreldrum, systkynum, öfum og ömmum. Reikna má með að um 2000 manns fari gegnum húsið að Varmá þann dag svo það verður mikið um að vera hjá okkur og hlökkum mikið til að taka á móti öllum þessum krökkum og aðstandendum.
Nánar mótaröð 2 – 5. flokkur og yngri:
- 5. flokkur karla eldri 1.-3. nóvember hjá Haukum í Hafnarfirði.
- 5. flokkur karla yngri 8.-10. nóvember hjá KA Akureyri.
- 5. flokkur kvenna 1.-3. nóvember hjá Stjörnunni í Garðabæ.
- 6. flokkur karla eldri 1.-3. nóvember hjá Fylki Árbænum.
- 6. flokkur karla yngri 8.-10. nóvember hjá ÍR i Breiðholtinu.
- 7. flokkur karla 16.-17. nóvember hjá Haukum í Hafnarfirðinum.
- 7. flokkur kvenna 16.-17. nóvember hjá Stjörnunni í Garðabænum.
- 8. flokkur verður svo hjá okkur 9. nóvember.
Minnum einnig á stórleiki hjá meistarflokki karla og kvenna næstu helgi
Á föstudagskvöldið er svokallaður tvíhöfði en kl 18 spilar Hvíti riddarinn við Viking í bikarnum. Það verður örugglega frábær skemmtun.
Stelpurnar spila svo strax á eftir við Víking kl 20:15.
Það er svo toppslagur að Varmá laugardaginn kl 17:20 þegar strákarnir mæta FH. Leikur sem enginn má missa af.
Verum dugleg að koma með krakkana á leiki meistaraflokkanna, þau fá frítt á þessa leiki og alltaf gaman að sjá okkar krakka fylla stúkuna á leikjum og hvetja okkar lið.
Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti
*Mynd af 5. flokki kvenna sem fór til Vestmanneyja í fyrstu mótaröðinni.