Handbolti yngri flokkar 22. janúar.

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Nú er lota tvö langt komin hjá 4. og 3. flokki karla og kvenna og mótaröð þrjú að hefjast hjá 5. flokk og yngri.

Sjá stöðu liðanna og mót framundan hjá þeim yngri.

3. flokkur kvenna

Stelpurnar eru búnar að spila tvo leiki af sex. Hafa unnið einn og tapað einum. Stelpurnar verða örugglega í harðri baráttu um að komast upp um deild eins og í lotu 1 en riðillinn er mjög jafn og verður gaman að sjá stelpurnar í leikjunum sem eftir eru.

3. flokkur karla

Lið 1 í fyrstu deildinni (A riðill) á eftir einn leik í lotunni. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið í lotunni en þrátt fyrir það eru strákarnir i harðri baráttu um að vinna lotuna. Þeir eiga einn leik eftir í lotunni og spila hann næsta laugardag. Ef þeir vinna hann og Grótta tapar fyrir KA á sunnudag þá er sigurinn okkar.

Lið 2 hefur lokið sínum leikjum í lotu tvö og það verður þeirra hlutskipti að falla niður í 3. deild (C riðil) að þessu sinni. Engu að síður góður lærdómur fyrir þessa flottu stráka í lið 2 sem eru að spila á móti liðum 1 hjá öðru félögum.

Lið 3 lauk sínum síðasta leik í gær þriðjudag og vann leikinn örugglega. Með því tryggðu þeir áframhaldandi veru þar.  Við því eiga tvö lið í 3. deild (C riðli) í lokalotunni.

4. flokkur karla.

Lið 1 í fyrstu deildinni (A riðill) eru orðnir lotumeistarar í 4. flokki þó þeir eigi einn leik eftir á móti þór Akureyri og á eftir að finna tímasetningu á þann leik.

Lið 2 hefur lokið sínum leikjum í lotu tvö og það verður þeirra hlutskipti að falla niður í 3. deild (C riðil) að þessu sinni. Það er það sama hér og í 3. flokki, lið 2 er að mestu að spila á móti liði 1 frá öðrum félögum og staðið sig mjög vel.

Lið 3 sem eru eingöngu skipað strákum á yngra árinu eru í 4. deild (E riðli) og hafa lokið sínum leikjum. Strákar sem hafa sýnt gríðarlegar framfarir í vetur og voru nálægt því að fara í 3. deildina. Það verður gaman að fylgjast með þeim í síðustu lotunni.

Glæsilegur árangur hjá þessum flottu strákum í 3. og 4. flokki.

Minni á handbolta passann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.

Úrslit leikja sem þegar hafa verið spilaðir má finna hér: https://www.hsi.is/stodutoflur/

5. flokkur og yngri

Þriðja mótaröð hjá 5. flokk og yngri hefst svo næstu helgi og lýkur helgina 8. til 9. febrúar. Veit að krakkarnir iða í skinninu að takast á við fyrsta mótið á nýja árinu og verður gaman að fylgjast með þeim. Afturelding heldur eitt af þessum mótum eða 5. flokks karla yngra mótið 31. jan til 2. feb. Þá eigum við von á 500 krökkum í hús ásamt foreldrum, systkinum, öfum og ömmum. Reikna má með að ca 1500 manns fari gegnum húsið að Varmá þessa helgi svo það verður mikið um að vera hjá okkur og hlökkum mikið til að taka á móti öllum þessum krökkum og aðstandendum.

Nánar mótaröð 3 – 5. flokkur og yngri:

  • 5. flokkur karla eldri 7. til 9. febrúar hjá HK
  • 5. flokkur karla yngri 1. til 2. febrúar hjá Aftureldingu
  • 5. flokkur kvenna 7. til 9. febrúar hjá KA/Þór
  • 6. flokkur karla eldri 7. til 9. febrúar hjá Val
  • 6. flokkur karla yngri 1. til 2. febrúar hjá IR
  • 6. flokkur kvenna eldri 7. til 9. febrúar hjá IR
  • 6. flokkur kvenna yngri 31 jan. til 2. febrúar hjá Selfoss
  • 7. flokkur karla 25. til 26. janúar hjá Fram
  • 7. flokkur kvenna 25. til 26. janúar hjá Víkingi
  • 8. flokkur verður svo hjá 8. til 9. febrúar hjá Gróttu

 

Minnum einnig á HM í handbolta:

Stór hluti af því að verða góður í handbolta er að læra af þeim bestu og flytja það í sinn leik😊

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti