Handbolti yngri flokkar 29. október til  4. nóvember

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Úrslit vikunnar, stórt mót hjá 8. flokk að Varmá, 650 krakkar og 9 strákar frá Aftureldingu í unglingalandsliðum Íslands.

6. flokkur karla

Eldra árið var á móti hjá Fylki  og stóð sig vel. Lið 1 var hársbreidd frá því að fara í fyrstu deild, unnu tvo leiki og töpuðu tveim með einu marki. Sama má segja um lið 2 og 3. Strákarnir sýndu frábæra takta og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

5. flokkur karla

Eldra árið á móti hjá Haukum og stóðu sig vel. Unnu tvo leiki, einn jafntefli og töpuðu einum. Voru jafnir liðinu í öðru sæti en fóru ekki upp um deild að þessu sinni þar sem keppinautar þeirra voru með aðeins hagstæðari markatölu.   

5. flokkur kvenna

5. flokkur kvenna var á móti hjá Stjörnunni. Það er skemmst frá því að segja að lið 1 vann alla sína leiki sannfærandi og urðu deildarmeistarar. Þær spila því í 2. deild á næsta móti. Lið 2 átti einnig flotta helgi og miklar framfarir. Það er gaman að sjá svona flottan hóp stelpna megin en í flokknum eru rúmlega 20 stelpur. Leikgleðin og samstaðan skín úr hverju andliti. Kæmi mér ekkert á óvart að þessar stelpur verði burðarás meistaraflokks Aftureldingar fyrr en nokkurn grunar. 😊

Á þessum link má sjá nánar  úrslit yngri flokka þegar þau spila Íslandsmót yngriflokka 2024-2025

Stórt mót næstu helgi að Varmá hjá 8. flokki.

Afturelding heldur eins og við sögðum frá í síðustu viku 8. flokks mót næstkomandi laugardag 9. nóvember. Þá eigum við von  á mörg hundruð krökkum í hús ásamt foreldrum, systkynum, öfum og ömmum. Reikna má með að um 2000 manns fari gegnum húsið að Varmá þann dag svo það verður mikið um að vera hjá okkur og hlökkum mikið til að taka á móti öllum þessum krökkum og aðstandendum.

5. flokkur og yngri næstu mót/mótaröð 2

·         5. flokkur karla yngri 8.-10. nóvember hjá KA Akureyri.

·         6. flokkur karla yngri 8.-10. nóvember hjá ÍR i Breiðholtinu.

·         7. flokkur karla 16.-17. nóvember hjá Haukum í Hafnarfirðinum.

·         7. flokkur kvenna 16.-17. nóvember hjá Stjörnunni í Garðabænum.

3. flokkur og 4. flokkur

3. flokkur kvenna tapaði á sunnudag úrslitaleik við Víking á útivelli um að fara upp um deild og eru þá búnar með fyrstu lotu. Þær enda í þriðja sæti í sinni deild, koma sterkar og reynslunni ríkari í næstu lotu.

Skipulag á  lotu tvö er á lokametrunum, fyrstu leikir að hefjast og hægt að nálgast allar upplýsingar um leiki á heimasíðu HSÍ sjá Stöðutöflur – HSÍ

9 strákar valdir úr Aftureldingu í unglingalandslið Íslands

Það er sérstaklega gaman frá því að segja að þjálfarar U-15, U-17 og U-19 karla hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður 4. – 11. nóvember.

Afturelding á þar 9 fulltrúa sem verður að teljast frábært. Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér og þetta eru strákar sem leggja mikið á sig og eru flott fyrirmynd. Til hamingju strákar og Afturelding.

U-15 karla

Róbert Hákonarson

U-17 karla

Atli Fannar Hákonarson

Alexander Sörli Hauksson

Kristján Finnsson

U-19 karla

Daníel Bæring Grétarsson

Harri Halldórsson

Sigurjón Bragi Atlason

Stefán Magni Hjartarson

Ævar Smári Gunnarsson

 

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti