Nú er lota þrjú að hefjast hjá 4. og 3. flokki karla en stelpurnar í 3. flokki kvenna enn að klára lotu 2 og síðasta helgi hjá 5. flokk og yngri í mótaröð 3.
Sjá stöðu liðanna og mót framundan hjá þeim yngri.
3. flokkur kvenna
Er búinn með þrjá leiki og eiga tvo eftir. Veður hefur komið í veg fyrir að þær klári en klárast vonandi í næstu viku með betri tíð.
3. flokkur karla
Hafa lokið lotu 2 eins og við sögðum í síðustu viku og nú hefst lokalotan og bæði lið í harðri baráttu um deildarmeistaratitil. Strákarnir í 3. flokki eru einnig komnir i fjögra liða úrslit í bikarnum eftir öruggan sígur á Fram í síðustu viku.
Skora á fólk að fylgjast með og mæta á leiki hjá þeim enda frábær lið með okkar framtíðarleikmönnum.
Úrslit leikja og uppröðun næstu lotu má finna hér, athugið næsta lota í vinnslu: https://www.hsi.is/stodutoflur/
Minni á handbolta passann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.
5. flokkur og yngri
5. flokkur yngra ár
5. flokkur karla, yngra ár spilaði á sínu 3. móti hér að Varmá síðustu helgi og áttu hreint frábært mót. Bæði lið eða 1 og 2 unnu sínar deildir sannfærandi og var gaman að sjá þessa flottu stráka. Mikil efni þar á ferð. Bjarki þjálfari sló mörg lið útaf laginu með að spila mikið 7 á móti 6 í sókninni hjá liði 1 og gaman að sjá hve vel strákarnir leystu það verkefni. Til hamingju strákar þið voruð hreint frábærir.
6. flokkur yngra ár
6. flokkur kvenna, yngra ár voru með þrjú lið á Íslandsmótaröðinni um helgina á Selfossi. Öll lið stóðu sig mjög vel. Næsta mót hjá stelpunum verður helgina 21. til 23. mars og mun mótið fara fram í Breiðholti. Á myndinni má sjá hluta af liðum 1 og 3 en það gleymdist því miður að taka liðsmynd af Aftureldingu 2. Það klikkar ekki á næsta móti.
Strákarnir kepptu í Skógarseli um helgina með tvö lið. Lið 2 hélt sæti sínu í deildinni. Lið 1 var að leika í fyrstu deild í fyrsta sinn á tímabilinu sem er frábær árangur. Því miður vantar einnig myndir frá þessu móti.
Hjá stelpunum og strákunum voru sigrar, töp, jafntefli, hlegið, grátið og skemmtilegur handbolti. Flottar varnir og sóknir og markvarsla í toppmálum.
Aðrir flokkar:
Aðrir flokkar leika næstu helgi og þá klárast mótaröð 3. Ég veit að krakkarnir iða í skinninu að takast á við fyrsta mótið á nýja árinu og verður gaman að fylgjast með þeim. Mikið var um að vera hjá BUR síðustu helgi þegar við héldum mótið fyrir 5. flokk karla yngri. Um 500 krakkar kepptu laugardag og sunnudag og líklega hafa um 1500 manns rúllað í gegnum húsið þessa helgi með foreldrum, systkinum, öfum og ömmum. Frábær helgi og þökkum við öllum sem hjálpuðu og komu að mótinu. Sú hjálp er ómetanleg.
Nánar mótaröð 3. – 5. flokkur og yngri:
· 5. flokkur karla eldri 7. til 9. febrúar hjá HK
· 5. flokkur kvenna 7. til 9. febrúar hjá KA/Þór
· 6. flokkur karla eldri 7. til 9. febrúar hjá Val
· 6. flokkur kvenna eldri 7. til 9. febrúar hjá IR
· 8. flokkur verður svo 8. til 9. febrúar hjá Gróttu
Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti