Ísfugl og handknattleiksdeild Aftureldingar gera nýjan tveggja ára samstarfssamning þar sem Ísfugl verður áfram aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í handbolta.
Ísfugl hefur styrkt handboltann í Mosfellsbæ mjög dyggilega undanfarin ár og er stuðningur þeirra ómetanlegur, og hefur haft mikið gildi í þeirri uppbyggingu á þeim efnivið sem er í Mosfellsbænum í handboltanum.
