Aðalfundur handknattleiksdeildar var haldin miðvikudaginn 16.mars síðastliðinn í Vallarhúsinu.
Fundastjóri var Ásgeir Sveinsson og fundaritari Guðfinna Ármannsdóttir.
Inga Lilja las starfsskýrslu deildarinnar, farið var yfir ársreikninga ráðanna þriggja, atkvæðagreiðsla og voru þeir samþykktir einróma.
Kosning formanns: Áður en til kosningu á formanni deildar og stjórn var tekið til umræðu lagabreytingu á síðasta aðalfundi félagsins varðandi að stjórnarmenn deilda ættu ekki að sitja samhliða í meistaraflokksráðunum eða barna og unglingaráði. þessi breyting hentar ekki fyrir handknattleiksdeildina enda er skipuritið þannig að ráðin þrjú mynda stjórn deildarinnar og hefur þetta fyrirkomulag reynst okkur best. Búið er að senda inn breytingartillögu til formanns Aftureldingar sem verður tekin fyrir á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi.
Inga Lilja gaf áfram kost á sér sem formaður og var það samþykkt einróma.
Kosning í meistaraflokksráð karla:samþykkt einróma.
Ráðið kýs sér formann á næsta fundi ráðsins. þeir sem gáfu kost á sér voru Ásgeir Sveinsson, Hlynur Þrastarsson, Björgvin Elvar Björgvinsson, Einar Bragason, Guðmundur Birgisson, Gunnar Guðjónsson, Haukur Níelsson, Haukur Sigurvinsson, Ingimundur Helgasson, Jón Andri Finnsson, Karl Emilsson, Lárus Sigvaldasson, Leifur Guðjónsson og Þorvaldur Einarsson.
Kosning í meistaraflokksráð kvenna: samþykkt einróma
Ráðið kýs sér formann á næsta fundi ráðsins. Ljóst er Jóhannes gefur ekki kost á sér áfram til formanns. Aðrir sem hafa gefið kost á sér til setu í ráðinu eru: Sigrún Másdóttir, Edda Björk Eggertsdóttir, Júlíana Þórðardóttir og Sveinbjörg Davíðsdóttir.
Kosning stjórnarmanna Barna- og unglingaráðs: samþykkt einróma
Inga Lilja Lárusdóttir, Ó. Hjörtur Magnússon,, Jón Karlsson, Helena Sveinbjarnardóttir, Anna Þórunn Reynisdóttir og Guðfinna Ármannsdóttir
Undir önnur mál lýsti Ásgeir ánægju sinni yfir stofnun handboltaakademíunar í FMOS og fleiri fundarmenn taka undir með þá ánægju og þakka Ingu Lilju og Einari Andra með þá vinnu sem þau lögðu fram við samning við FMOS.
Fundi slitið 21:00