Handboltadeildin tilnefndi Þorstein Leo Gunnarsson sem handboltamann ársins og Sögu Sif Gísladóttir sem hanboltakonu ársins. Þau voru því kjöri sem íþróttamaður og íþróttakona ársins.
Íþróttamaður- og kona Aftureldingar 2024 er svo valið af nefnd skipuð af aðalstjórn félagsins sem tilkynnt var á hófi 27. desember í Hlégarði ásamt fleiri viðurkenningum.
Það kom ekki á óvart að íþróttakarl ársins var valinn Þorsteinn Leó Gunnarsson en Þorsteinn hefur verið einn efnilegasti handboltamaður landsins undanfarin ár og á síðasta ári sannaði hann sig sem einn allra besti handboltamaður landsins þegar Afturelding varð bikarmeistari. Hann var kjölfesta í liði Aftureldingar sem spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í ár og tapaði naumlega. Það var því ekki skrítið að stærstu lið heims kepptu um hann í sumar og er hann nú orðinn atvinnumaður með Porto og hefur sýnt í nýlegum landsleikjum að hann gæti skipt sköpum í vegferð landsliðsins á næsta stórmóti í janúar. Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér og þetta er strákur sem leggur mikið á sig og er flott fyrirmynd innan vallar sem utan sem er ekki síður mikilvægt.
3.flokkur félagsins í handbolta sem varð Íslandsmeistari á árinu fékk einnig hvataverðlaun sem eru ein af auka viðurkenningum sem aðalstjórn veitir. Strákar sem hafa sýnt hvað hægt er að gera þegar mikið er lagt á sig. Frábærlega gert þegar litið er til þess að allir nema einn sem urðu Íslandsmeistarar eiga ár eftir í flokknum. Nú þegar eru fjölmargir af þessum strákum orðnir stór hluti af liði meistaraflokks sem er í öðru sæti deildarinnar og komnir í ”Final Four” í bikarnum þegar þetta er skrifað svo framtíðin er björt.
Strákarnir eru ekki bara frábærir handboltastrákar heldur líka einstaklega flottir og góðir strákar sem félagið getur verið stolt af. Miklar fyrirmyndir innan vallar sem utan.
Leifur Guðjónsson var valinn vinnuþjarkur ársins en það eru verðlaun sem veitt eru sjálfboðaliða sem hefur starfað fyrir félagið í lengri tíma. Leifur á það svo sannarlega skilið, ómetanlegur dugnaðarforkur og óskum við honum til hamingju með titilinn.
Landsliðsmenn Aftureldingar í handbolta fengu einnig rósir frá aðalstjórn fyrir að þátttöku sína í landsliðs verkefnum á árinu og óskum við þeim ásamt öllum þeim sem fengu tilnefningu og viðurkenningu á lokahófinu innilega til hamingju, þá sérstaklega Thelmu Dögg Grétarsdóttur blakkonu með nafnbótina íþróttakona Aftureldingar.
Landsliðsmenn Aftureldingar handbolti 2024.
Konur:
- Andrea Líf Líndal
Karlar:
- Adam Ingi Sigurðsson
- Alexander Sörli Hauksson
- Atli Fannar Hákonarson
- Bjarni Ásberg Þorkelsson
- Daníel Bæring Grétarsson
- Eyþór Einarsson
- Harri Halldórsson
- Jón Gauti Grétarsson
- Jökull Sveinsson
- Leo Halldórsson
- Kristján Finnsson
- Róbert Hákonarson
- Sigurjón Bragi Atlason
- Stefán Magni Hjartarson
- Þorsteinn Leo Gunnarsson
- Ævar Smári Gunnarsson