Uppskeruhátíð Aftureldingar var haldin í dag. Íþróttamaður handknattleiksdeildar 2014 er Örn Ingi Bjarkason og íþróttakona handknattleiksdeildar 2014 er Hekla Daða en hún var einnig valin í fyrra.
Hérna eru umsagnir.
Örn Ingi Bjarkason er íþróttamaður handknattleiksdeildar árið 2014. Örn Ingi er fæddur árið 1990 og hefur æft handknattleik í 16 ár. Örn Ingi er mikill íþróttamaður, fjölhæfur leikmaður sem býr yfir öllum þeim hæfileikum sem prýðir framúrskarandi leikmann. Örn Ingi stundar íþrótt sína af mikilli samviskusemi og er mikil og góð fyrirmynd innan sem utan vallar. Örn Ingi er gegnheill Aftureldingamaður þar sem þrátt fyrir gylliboð margra félaga ákvað hann að spila með sínu uppeldisfélagi í 1.deild karla eftir fall árið á undan og var hann staðráðin ásamt liðinu að komast beint aftur upp og spila í deild þeirra bestu. Örn Ingi var og er leiðtogi liðsins sem sigraði 1.deildina og átti hann frábært tímabil. Á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í vor var hann valin besti sóknarmaður og leikmaður ársins í 1.deild karla af þjálfurum og leikmönnum deildarinnar. Örn Ingi er því vel af því komin að vera íþróttamaður handknattleiksdeildar árið 2014 og óskum við honum innilega til hamingju
Hekla Daðadóttir er íþróttakona handknattleiksdeildar árið 2014 en hún var einnig íþróttakona handknattleiksdeildar árið 2013. Hekla er fædd 1977 og er frábær íþróttakona. Hekla hefur spilað handknattleik í mörg ár og er mikill reynslubolti. Hekla er mikil keppnismanneskja og mætir í alla leiki með það eitt að markmiði að vinna leikinn. Hún er samviskusöm, skipulögð og sér yngir leikmönnum mikil fyrirmynd. Hekla var næst markahæst af leikmönnum Olísdeildar kvenna á síðasta keppnistímabili. Hekla hefur stórt og mikið Aftureldingahjarta og reynsla hennar og þekking á handboltaíþróttinni hefur hjálpað mikið í uppbyggingu kvennahandboltans. Ákveðið var að meistaraflokkur kvenna myndi spila í utandeildinn í vetur og tók Hekla þá ákvörðun að vera áfram hjá sínu félagi þrátt fyrir gylliboð annarra félaga. Hekla er því vel að því komin að vera íþróttakona handknattleiksdeildar árið 2014 og óskum við henni innilega til hamingju.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim báðum innilega til hamingju.