Í kringum jólahátíðina verður haldið handboltanámskeið Aftureldingar. Skólastjórar námskeiðsins verða Einar Andri Einarsson og Haraldur Þorvarður þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna. Þjálfarar deildarinnar munu þjálfa á námskeiðinu auk þess sem að markmannsþjálfarar mæta á námskeiðið.
Æft verður í tveimur hópum í tveimur sölum. Annars vegar iðkendur fæddir 2003, 2004, og 2005 og hins vegar iðkendur fæddir 2006, 2007 og 2008. Pláss er fyrir 20 iðkendur í hvorum hóp. Hóparnir æfa á sama tíma.
- Laugardagur – 22. desember – 11:00-12:00
- Sunnudagur – 23. desember – 11:00-12:00
- Fimmtudagur – 27. desember – 11:00-12:00
- Föstudagur – 28. desember – 11:00-12:00
- Laugardagur – 29. desember – 11:00-12:00
- Sunnudagur – 30. desember – 11:00-12:00
Skráning fer fram í gegnum Nóra kerfið (www.afturelding.felog.is). Verð á námskeiðið er kr. 7.500
Nánari upplýsingar veitir Einar Andri Einarsson (einar@afturelding.is)