Meistaraflokkur karla framlengir samning við flesta af sínum lykilmönnum.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistaraflokkur karla hefur framlengt samninga við flesta af sínum lykilmönnum til ársins 2015. Afturelding féll úr N-1 deildinni nú í vor en þrátt fyrir það er mikill hugur í Mosfellingum og þeir ætla sér beint upp aftur eftir næsta tímabil. Afturelding er með mjög mikinn efnivið innan sinna raða, flestir leikmenn eru uppaldir Mosefellingar, og því er framtíðin björt í Mosfellsbænum.

Þjálfari Aftureldingar er Konráð Ólavsson sem mun stýra liðinu næstu tvö tímabil að minnsta kosti.

Meðal þeirra leikmanna sem voru að framlengja sína samninga eru, Örn Ingi Bjarkason, Davíð Svansson markvörðurinn sterki, Unglingalandsliðsmennirnir Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ágeirsson, Birkir Benidiktsson, auk þess sem framlenging á samningi skytturnar sterku Jóhanns Jóhannsonar er á lokastigi.