Staðan 2-1 eftir háspennu leik á Ásvöllum í gær.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Gríðarleg spenna var á Ásvöll­um í gær eins og gef­ur að skilja þegar fram­lengja þarf í tvígang til að knýja fram úr­slit.

Undir lok venjulegs leiktíma voru það okkar menn sem knúðu fram framlengingu.  Haukar voru þá tveimur mörkum yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir. Þá fór af stað hröð atburðarrás eftir að Haukar tóku leikhlé sem leiddi til þess að okkar menn jöfnuðu leikinn.
Dæmd­ur var fót­ur á Brynj­ólf mjög fljót­lega og Krist­inn Bjarka­son brunaði fram og í gegn­um vörn Hauka. Minnkaði hann mun­inn þegar um 50 sek­únd­ur voru eft­ir. Okkar drengir fóru langt fram völl­inn og Jan­us keyrði strax í gegn­um vörn­ina vinstra meg­in. Ekki al­veg nægi­lega gott færi að mér sýnd­ist og kannski reiknaði hann með því að brotið yrði á sér. Jan­us vippaði í þverslána. Strákarnir okkar  höfðu því hálfa mín­útu eða svo til að jafna. Sókn­inni lauk með því að Þránd­ur Gísla­son jafnaði leik­inn af lín­unni um tveim­ur sek­únd­um fyr­ir lok venju­legs leiktíma. 

Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur okkar manna með 8/4 mörk.  Birkir Benediktsson kom inn á fyrir Jóhann og skoraði 5 mörk.  Gunnar Malmquist skoraði 5 mörk og þar á meðal sig­ur­mark leiks­ins. En þegar hann var ekki inn á skoraði Krist­inn Bjarka­son þrjú mörk í þrem­ur skot­um. Einnig má nefna að báðir línu­menn­irn­ir knúðu fram sitt hvora fram­leng­ing­una, Þránd­ur Gísla­son og Pét­ur Jún­íus­son. Alls skoruðu níu leik­menn fyr­ir Aft­ur­eld­ingu. 

Rothöggið var á sínum stað og vægast sagt frábær stemmning, dansað og sungið allan leikinn.

Strákarnir okkar eru nú 2-1 yfir í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn og er næsti leikur að Varmá á morgun mán 16.maí kl 15:00.  Forsala miða hefst kl 9:00 í fyrramálið.

Nú verðum við að stútfylla Varmá af Mosfellingum, syngja og tralla Ó UMFA, Ó UMFA, Við elskum þig, Við elskum þig.