Strákarnir okkar komnir í 4 liða úrslit !!

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla gerðu sér lítið fyrir og slóu út bikar og íslandsmeistara ÍBV 2-0,  í 8 liða úrslitum íslandsmótsins, þeir eru því komnir í 4 liða úrslit.
Þeir tóku á móti ÍBV á miðvikudaginn og endaði leikurinn 27-25 eftir framlengdan leik.  Jóhann Gunnar Einarsson átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk þar af 3 í framlengingunni.  Staðan var 7-1 eftir 15 mín leik og var vörnin ógnarsterk og Davið Svansson var vel með á nótunum.  Þessi sterki varnarleikur og markvarslan skiluðu auðveldum mörkum úr hraðupphlaupum.
Eyjamenn komu þó smám saman inn í leikinn og skoruðu 7 á móti 4 okkar manna en staðan var 11-8 í hálfleik.
Eyjamenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu að jafna 11-11 en síðan var leikurinn jafn en okkar drengir náðu tveggja marka forystu 19-17 þá kom aftur flottur kafi eyjamanna og náðu þeir tveggja marka forystu 20-22 en okkar menn gáfust ekki upp og Jóhann Gunnar skoraði strax og var staðan 21-22 og Davíð varði frá Andra Heimi.  Einar Andri tók leikhlé þegar 17 sek voru eftir af leiknum.  Sóknin endaði með að berast til Gunnars Malmquist í horninu sem skoraði jöfnunarmarkið 22 – 22 með frábæru skoti og þakið ætlaði af húsinu svo mikil voru fagnaðarlætin enda voru ansi margir búnir að gefa upp vonina á sigri.
Í framlengingunni voru menn rólegir og Jóhann Jóhannsson skoraði 23-22 þá kom nafni hans Jóhann Gunnar Einarsson og skoraði næstu 2 mörk okkar manna og staðan orðin 25-22, leikurinn endaði síðan 27-25.

Í gær heldur strákarnir okkar með Víking úr þorlákshöfn og mætti ÍBV kl 18:00. Lokatölur voru 21-22 og var leikurinn frábær skemmtun.  Varnaleikur beggja liða var virkilega góður.
Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 5-0, þá tók Einar Andri leikhlé, eftir það minnkuðu okkar strákar jafnt og þétt forskotið og var staðan 10-9 í hálfleik.
Lítið var skoraði í upphafi síðari hálfleiks en þegar 10 mín voru liðnar voru okkar menn komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum og eftir 15 mín voru þeir komnir 3 mörkum yfir, eyjamenn náðu að jafna aftur en okkar menn komust aftur 2 mörkum yfir og þá var komin nákvæmlega sama staða og í leiknum á miðvikudeginum í N1 höllinni.  Andri Heimir minnkaði muninn í eitt mark og við með boltann og áttum eftir eitt leikhlé.
Eyjamenn náðu að jafna leikinn en eftir það komust strákarnir okkar aftur tveimur mörkum yfir og mínúta eftir. Andri Heimir Friðriksson minnkaði þá muninn í eitt mark og okkar strákar því með boltann, einu marki yfir og 10 sek eftir af leiknum, þeir náðu að halda boltanum út leikinn og uppskráru 2-0 sigur á ÍBV og eru eins og áður sagði komnir í 4 liða úrslit og kemur það í ljós á morgun hvort við mætum Akureyri eða ÍR.
Handknattleiksdeildin vill þakka kærlega fyrir stuðninginn á miðvikudaginn N1 höllin svona á þetta að vera,  mögnuð stemmning.

4 Liða úrslitin verða sem hér segir en til að komast í úrslit þarf sigur í 3 leikjum.

Fimmtudaginn 16.apríl kl 19:30    í N1 höllinni.
Laugardagurinn 18.apríl kl 16:00  útileikur Akureyri/Austurberg
Þriðjudagurinn 21.apríl kl 19:30    í N1 höllinni
Fimmtudaginn 23.apríl kl 16:00    útileikur  Akureyri/Austurberg
Sunnudagurinn 26.apríl kl 16:00  í N1 höllinni