Strákarnir okkar tóku forystuna í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar tóku forystuna og heimavallaréttinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur á Haukum 31 – 34.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en okkar strákar náði frumkvæðinu seinni hluta hálfleiksins og létu það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks.

Þrátt fyrir það var gríðarleg spenna í leiknum og var það ekki fyrr en á síðustu mínútunni að strákarnir okkar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu þriggja marka verðskuldaðan sigur.

Mörk Aftureldingar:
Mikk Pinnonen    10                
Jóhann Gunnar Einarsson    5                
Árni Bragi Eyjólfsson    5/1            
Pétur Júníusson    4    
Þrándur Gíslason    3        
Gunnar Þórsson    3    
Birkir Benediktsson    3    
Davíð Hlíðdal Svansson    1    
Jóhann Jóhannsson            

Markvarsla    
Davíð Hlíðdal Svansson    8/1    (27/3)    30%
Pálmar Pétursson    7/1    (19/2)    37%

Mörk Hauka
Adam Haukur Baumruk    10            
Hákon Daði Styrmisson    7/2        
Janus Daði Smárason    7/1    
Heimir Óli Heimisson    3        
Egill Eiríksson    1    (1)            
Jón Þorbjörn Jóhannsson    1    
Þröstur Þráinsson    1    
Elías Már Halldórsson   1   
Brynjólfur Snær Brynjólfsson   1   

Markvarsla   
Giedrius Morkunas    9/1    (38/2)    24%
Grétar Ari Guðjónsson    3    (8)    38%

Óskum strákunum okkar innilega til hamingju með sigurinn og þökkum kærlega fyrir frábæran stuðning frá Rothögginu og öllum Mosfellingum í stúkunni í dag.

Næsti leikur verður í N1 Höllinni miðvikudaginn 11.maí kl 19:30
Áfram Afturelding