Svakalegur leikur að Varmá. Staðan er 2-2 !!

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar voru komnir upp við vegg fyrir leik liðanna í dag. það var kunnugleg staða en strákarnir voru á nákvæmlega sama stað í undanúrslitunum á móti ÍR í fyrra, Þeir voru ákveðnir að þeir ætluðu ekki í sumarfrí eftir daginn í dag.  
Byrjuðu þeir leikinn af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti og var munurinn í hálfleik 9 mörk 15 – 6.
Strákarnir léku frábærlega á öllum sviðum leiksins.  Vörnin var frábær, Davíð magnaður í  markinu og varði 65% skota í fyrra hálfleik og var með 59% markvörslu þegar uppi var staðið.

Sókn okkar manna var að sama skapi frábær  þar sem Jóhann Gunnar Einarsson og Mikk Pinnonen fóru á kostum. Jóhann var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleik en fékk góða hvíld í seinni hálfleik þegar framlagið dreifðist jafnt á allan leikmannahópinn en 12 leikmenn skoruðu.

Árni Bragi  kom aftur inn  og munar um það. Hann skoraði tvö mörk og stal þremur boltum í vörninni en nærvera hans hafði góð áhrif á liðið en allt liðið lék vel í vörn og sókn.

Lokatölur að Varmá voru 29 – 16 og tryggir það okkur oddaleikurinn sem verður í Vodafonehöllinni á þriðjudaginn næsta.
Þökkum Rothögginu og Mosfellingum öllum fyrir frábæran stuðning í dag og nú er bara að taka þriðjudaginn næsta frá, mæta í Vodafonehöllina og styðja strákana okkar áfram í úrslit.

ÁFRAM AFTURELDING !!!!