Lokahóf Handknattleikssambands Íslands var haldið í Gullhömrum í gærkvöldi.
Afturelding fékk Unglingabikar HSÍ 2015 sem er veitt því félagi sem stendur best að barna og unglingastarfi á tímabilinu. Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleiksdeildar og barna og unglingaráðs tók við verðlaununum.
Erum mjög stolt af þessum verðlaunum og höldum áfram okkar góða starfi hjá Barna og unglingaráði.