Alltaf nóg um að vera hjá yngri flokkum Aftureldingar í handboltanum.
6. flokkur karla var á Akureyri um síðustu helgi og vann sig þar upp um deild. 5. flokkur karla og kvenna eldra ár var í Vestmannaeyjum á Eyjablikksmótinu og stóðu sig vel. Alls voru á Akureyri og Vestmannaeyjum um 50 krakkar.
4. og 3. flokkur eru alltaf á ferð og flugi. Á síðasta keppnistímabili var 4. flokkur karla í bikarúrslitum, 3. flokkur Íslandmeistarar karla og nær allir enn í 3. flokki svo framtíðin er björt. Á handboltapassanum verður innan skamms hægt að sjá alla leiki 3. og 4. flokks en eins og er eru þar valdir leikir.
Það er einnig gaman frá því að segja að iðkendur hafa aldrei verið fleiri hjá okkur í yngri flokkum félagsins en okkur vantar alltaf fleiri stelpur sem eru þó í mikilli sókn. Sem dæmi voru 20 stelpur í Eyjum um helgina.
Minnum sérstaklega á fría æfingatíma fyrir leikskólakrakka 9. flokk á miðvikudögum kl 16-17. Sjá nánar tímatöflur flokkanna Tímatafla – Ungmennafélagið Afturelding
Myndin er af hluta hópsins sem fór til Vestmannaeyja um helgina😊