Þátttökukostnaður er 7500 kr en innifalið er æfingar, sund, gisting og matur allan tímann. Hægt er að taka þátt í æfingabúðunum án þess að keppa á haustmótinu. Gist verður í Grundaskóla og þurfa því allir að koma með dýnur og sæng/svefnpoka. Hvert félag verður að senda amk einn fararstjóra sem gistir með sínum hópi.
Við biðjum foreldra karatekrakka í Aftureldingu að senda okkur tölvupóst eigi síðar en 9. september á netfangið annamth(at)landspitali.is og staðfesta þátttöku sinna barna. Við bendum ykkur einnig á að kynna ykkur frekari upplýsingar um æfingabúðirnar og dagskrá þeirra á Fb síðu deildarinnar. Dagskráin verður ennfremur send út í tölvupósti.
Það er góð byrjun á vetrinum að heimsækja annað félag, æfa í stórum hóp og kynnast iðkendum úr öðrum stílum og félögum. KAK hefur staðið fyrir æfingabúðum sem þessum í nokkur ár og hefur skipulagið fram til þessa verið framúrskarandi.